Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Qupperneq 168
Britannica er fjallað um þetta mál og því haldið fram, að
rétt tunglfylling sé að jafnaði 1—2 dögum á undan
áætlun miðað við tungltöflur kirkjunnar.
í skýringarriti með bresk-bandaríska stjörnualmanak-
inu (Explanatory Supplement to the Astronomical
Ephemeris and the American Ephemeris and Nautical
Almanac) er ágætur kafli um tímatal, dreginn saman úr
fjölda heimilda. Þar segir m.a.: „Óhjákvæmilegt er, að
dagsetning páskadags víki einstöku sinnum frá þeirri dag-
setningu sem páskareglan gæfi, ef henni væri framfylgt
í samræmi við stjörnufræðilegar athuganir, eins og til
dæmis árið 1954, en þá sjaldan þetta hendir, nær misræm-
ið aðeins til nokkurs hluta heims, því að tvær dagsetn-
ingar eru samtímis í notkun á jörðinni, sín hvoru meg-
in við dagalínuna."
Það er vissulega staðreynd sem vert er að gefa gaum,
að páskareglan getur brugðist í einu landi þótt hún geri
það ekki í öðru. Árið 1954 voru páskar 18. apríl. Rétt
tunglfylling var þann sama dag kl. 05 49 eftir miðtíma
Greenwich, og er því óhætt að segja að páskareglan hafi
brugðist, reiknað í miðtíma Greenwich. Maður búsettur
á vesturströnd Bandaríkjanna hefði hins vegar talið regl-
una í fullu gildi, því að samkvæmt klukkunni hans hefði
tunglfyllingin orðið kl. 21 49 hinn 17. apríl, þ.e. daginn
fyrir páskadag. Meðan frávikið er ekki meira en það að
tunglfyllingin verður árdegis á páskadag eftir miðtíma
Greenwich, er unnt að finna stað á jörðinni þar sem
reglan heldur gildi sínu. Verði frávikið meira, er slíkt
ókleift, því að hvergi á jörðinni er fylgt tíma sem víkur
meira en 12 klst. (í undantekningartilfelli 13 klst.) frá
miðtíma Greenwich. Með öðrum orðum: sú staðhæf-
ing, að páskatunglsreglan bregðist aldrei samtímis í öllum
löndum, jafngildir því að fullyrða, að rétt tunglfylling
geti aldrei vikið meira en sem svarar einum sólarhring
frá hádegi þess dags sem tungltöflur kirkjunnar sýna,
reiknað í miðtíma Greenwich.
Það er því ljóst, að heimildir greinir á um það hve
(166)