Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 169
mikið frávikið geti orðið, og hvort um frávik sé að ræða
að öllum jafnaði. Þarna er því tilefni til sjálfstæðrar
rannsóknar.
Við skulum byrja á því að athuga hvenær og með
hvaða hætti páskatunglsreglan hefur brugðist á síðustu
öld og þeirri sem nú er að líða. Ef við höldum okkur við
miðtíma Greenwich, verður niðurstaðan þessi:
Ár Páskatungl fullt
1802 Á páskadag ........................ kl. 02 35
1818 Á páskadag ........................ kl. 14 08
1825 Á páskadag ........................ kl. 06 26
1829 Á páskadag ........................ kl. 06 21
1845 Á páskadag ........................ kl. 20 19
1876 Annan laugardag fyrir páska......... kl. 19 39
1900 Á páskadag ........................ kl. 01 02
1903 Á páskadag ........................ kl. 0018
1923 Á páskadag ........................ kl. 13 10
1927 Á páskadag ........................ kl. 03 35
1954 Á páskadag ........................ kl. 05 49
1967 Á páskadag ........................ kl. 03 21
1974 Annan laugardag fyrir páska......... kl. 21 00
1981 Á páskadag ......................... kl. 07 59
Vegna þeirra sem kynnu að fletta upp í gömlum alm-
anökum, er rétt að benda á, að miðtími Greenwich var
ekki notaður í íslenska almanakinu fyrr en 1969. Frá 1908
til 1968 voru allar tímasetningar í almanakinu eftir svo-
nefndum íslenskum miðtíma, sem var 1 klst. á eftir mið-
tíma Greenwich. Fyrir 1908 var farið eftir miðtíma
Reykjavíkur, sem var 1 klst. 27 mín. 43,2 sek. á eftir
miðtíma Greenwich. Árin 1900 og 1903 var páskatungl
því fullt laugardaginn fyrir páska samkvæmt íslenska
almanakinu, en ekki á páskadag eins og taflan sýnir.
Taflan leiðir tvennt athyglisvert í ljós. í fyrsta lagi er
greinilegt, að á þessu tímabili, að minnsta kosti, hefur
tunglið mun meiri tilhneigingu til að vera á eftir áætlun
(167)