Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Side 170
heldur en á undan áætlun miðað við tungltöflur kirkj-
unnar. í öðru lagi sjáum við þrjú dæmi þess, að frá-
vikið sé nægilega mikið til þess að það gildi um alla jörð
(árin 1818, 1845 og 1923). Tveggja daga skekkjur sjást
að vísu ekki í þessari töflu, en það sannar ekki að svo
stór frávik hafi aldrei átt sér stað á þessu tímabili, því að
frávik þurfa ekki að leiða til þess að páskatunglsreglan
bregðist, og gera það raunar sjaldnast. Það er aðeins
ef páskatungl er fullt við upphaf eða lok dymbilviku,
sem hætta er á að tunglfyllingin fari út fyrir vikumörkin.
Ef við athugum allar tunglfyllingar páskatungls á tíma-
bilinu 1800—2000, óháð því hvort páskatunglsreglan
bregst eða ekki, kemur í ljós, að í 12 skipti er tunglið
degi á undan áætlun, í 81 skipti degi á eftir áætlun og í 3
skipti tveimur dögum á eftir áætlun miðað við tungl-
töflur kirkjunnar. Tveggja daga skekkjurnar urðu með
eftirfarandi hætti:
Ár Paktar Tunglfylling Rétt tunglfylling Páskar
skv. pöktum (miðtími Greenwich)
1863 11 2. apríl 4. apríl kl. 04 09 5. apríl
1943 24 18. apríl 20. apríl kl. 11 11 25. apríl
1962 24 18. apríl 20. apríl kl. 00 34 22. apríl
Miðað við dagsetningar eru þetta allt tveggja daga
skekkjur, en frávikið er þó stærst árið 1943, því að þá
munar nálega tveimur sólarhringum reiknað frá hádegi
þess dags sem hefði átt að vera tunglfyllingardagurinn
samkvæmt töflum kirkjunnar.
Þessi dæmi sanna, svo að ekki verður um villst, að
tunglfylling getur orðið tveimur dögum á eftir áætlun
miðað við töflurnar. Þar af leiðir, að páskatunglið getur
orðið fullt á annan í páskum, þótt slíkt hafi ekki gerst á
því tímabili sem hér um ræðir. Hins vegar sjáum við
engin dæmi þess að tungl sé tveimur dögum á undan
áætlun, enda er tunglið að meðaltali á eftir áætlun bæði
á 19. og 20. öld. Nákvæmur reikningur sýnir að meðal-
(168)