Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Síða 171
skekkjan er 0,5 dagar á 19. öld og 0,3 dagar á 20. öld.
Frekari athugun leiðir í ljós að skekkjan breytist á kerf-
isbundinn hátt frá einni öld til annarrar í sveiflu sem
venjulega tekur 300 ár en stöku sinnum 400 ár. Öldin
sem leið var sú fyrsta í slíkri sveiflu; þá var skekkjan
með meira móti. Á þeirri öld sem nú er að líða, er
skekkjan nálægt meðallagi, en á næstu öld verður hún
með minnsta móti. Með 22. öld hefst svo ný sveifla.
Höfuðástæðan fyrir þessum sveiflugangi er leiðrétting
sem gerð er á útreikningi pakta á nokkurra alda fresti
(svonefndur tungljöfnuður, sjá Almanak 1971, bls. 169)
°g hefur áhrif á tungltöflur kirkjunnar. 1 lok hverrar
sveiflu, þegar skekkjan er minnst, er rétt hugsanlegt að
tungl geti orðið tveimur dögum á undan áætlun. Líkurn-
ar eru þó sáralitlar, og mun því reynast torvelt að finna
dæmi þess að páskatunglið verði fullt föstudaginn fyrir
pálmasunnudag.
Athyglisvert er, að tunglið er að jafnaði á eftir áætl-
un miðað við tungltöflur kirkjunnar, þótt sveiflur verði
> skekkjunni. Meðalskekkjan þegar á heildina er litið (til
mJög langs tíma) er um 0,3 dagar, eftir því sem næst
verður komist. Þessi niðurstaða kemur nokkuð á óvart
eftir lestur þeirra heimilda sem áður var vitnað til. Það
er ekki aðeins, að meðalskekkjan í tungltöflum kirkjunn-
ar se meiri en búast hefði mátt við, heldur er skekkjan
líka í óvænta átt. Ein helsta ástæðan til þess, að ákveðið
var halda páska fyrsta sunnudag eftir tunglfyllingar-
dag, var sú, að kristnir menn vildu forðast að páska-
haldið yrði á sama tíma og páskahald Gyðinga, sem bar
^PP á sjálfan tunglfyllingardaginn eða því sem næst.
kekkjan, sem í töflunum er, eykur verulega líkurnar á
pví að þessar hátíðir falli saman; á þessari öld gerist
Pað til dæmis árin 1903, 1923, 1927, 1954 og 1981.
ekkjuna hefði mátt lagfæra að mestu leyti með lítil-
Jórlegri breytingu á reglum um tungljöfnuð. Hvers
vegna það var ekki gert, er sérstakt rannsóknarefni, sem
verður að bíða betri tíma.
(169)