Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 175
að það væri best að snúa sér strax að þessu, og var þot-
inn af stað upp brekkuna á undan mér. Þegar ég kom
inn í eldhúsið, hafði hann þegar athugað logann á olíu-
vélinni og séð, hvað að var.
— Kveikurinn er of langur, sagði hann. Það þarf að
klippa af honum.
— Þér eruð auðvitað vanur svona vélum, sagði ég
hikandi.
— Já, ætli maður þekki þær ekki. Ég hef nú séð þær
nokkrar. Við eigum eina sams konar heima. Það þarf
alltaf að stytta kveikinn og það mikið, svona um það
bil helming.
— En hvernig stendur á því, að þeir, sem framleiða
vélarnar, skuli ekki vita þetta? spyr ég.
— Ja — því get ég ekki svarað, ansaði maðurinn.
Hann sá, að mér var ekki um, að hann klippti af
kveiknum, svo hann stakk upp á því að brjóta upp á
hann þannig, að hann yrði allt að því helmingi styttri.
Mér leist vel á þetta. Og maðurinn tók kveikinn úr
vélinni, braut upp á hann og setti hann aftur í. Kveik-
urinn var skorðaður í hringmyndaðri rauf.
Nú var kveikt á nokkrum eldspýtum og eftir góða
stund virtist hafa kviknað einhvers staðar á kveiknum.
Ofurlitill blár logi tók að flökta um nokkurn hluta
hringsins. Við lutum yfir vélina og horfðum á fyrirbærið.
— Á þetta að taka svona langan tíma? spurði ég í
einfeldni minni.
— Já, þannig á það einmitt að vera, sagði maðurinn.
Það er það rétta.
Enn biðum við um stund.
~~ Er svona lengi að lifna á yðar vél? spurði ég.
~~ Já, ég hefði nú haldið það. Og miklu lengur stund-
um.
Loksins var loginn kominn allt í kring. Hann var
blár og fallegur og hitinn furðu mikill, þó ekki væri
loginn hár.
(173)