Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Side 179
— Mér þykir það skrýtið.
Við kveiktum okkur í sígarettum. Húshjálpin hafði
lagt niður vinnu og stóð nú hjá okkur og fylgdist þögul
með öllu sem fram fór.
Skólastjórinn studdi höndunum á mjaðmirnar og
starði á vélina um stund.
— Borðið skyldi þó ekki hallast, sagði hann. Áttu
hallamæli?
— Hvað?
— Hallamæli, æpti hann.
— Nei, svaraði ég.
— Náðu í undirskál, sagði hann við húshjálpina, og
láttu svolítið vatn á hana.
Stúlkan gerði eins og fyrir hana var lagt. Skólastjór-
inn setti nú undirskálina á olíuvélina miðja.
— Sjáðu, hrópaði hann.
— Hvað á ég að sjá?
— Hvað vélin hallast. Sérðu ekki manneskja, hvað
vatnið í skálinni hallast mikið? Mig skal ekki kynja þó
að vélin væri erfið með þessu ráðlagi. Þú veist víst, að
svona vélar mega alls ekki hallast.
Eg gat ekki neitað því, að einhverja hugmynd hafði
ég um það.
— Eigið þið spýtur?
Það hefði ég nú haldið.
Við Lilja þutum fram í skemmu og sóttum heilmikið
aí spýtum af ýmsum stærðum og gerðum.
Skólastjórinn valdi langa spýtu, þunna, og setti undir
framfæturna á vélinni. Síðan kveikti hann á henni til
þess að sjá, hver áhrif þetta hefði á logann.
Spýtan er ekki nógu þykk, sagði hann.
Eftir langa mæðu fundum við aðra spýtu, sem hann
aleit nægilega þykka, en þá reyndist hún of stutt.
Hún náði ekki undir báða fæturna. Þá var þunna spýt-
an sett undir af nýju og tvær smáspýtur til viðbótar,
sín undir hvorn fót. En nú kom í ljós, að þær voru
ekki jafn þykkar. Skólastjórinn setti í brýnnar, tók upp
(177)
12