Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Blaðsíða 181
enn af nógu að taka, og fór að smeygja þeim undir
vinstri hlið vélarinnar.
En þá skeðu ósköpin. Vélin sporðreistist, olíugeym-
irinn valt um koll og steinolían rann í lækjum um eld-
húsborðið. Ógurlegur eldur gaus upp.
Eg var máttvana af skelfingu, sannfærð um, að sum-
arbústaðurinn mundi brenna til lcaldra kola með öllu,
sem í honum var, og við mættum þakka fyrir að sleppa
lifandi úr eldinum.
Aldrei mun ég gleyma snarræði skólastjórans á þessu
óttalega augnabliki. Hvernig honum tókst í einu vet-
fangi og næstum samtímis að reisa við vélina, sem log-
aði öll, grípa olíugeyminn svo að segja á lofti og koma
honum á sinn stað og skrúfa fyrir logann, verður mér
að eilífu ráðgáta. Hann hafði ekki svo mikið sem brennt
sig á fingri.
Hann þurrkaði svitann af enninu og sagði ofur ró-
lega, eins og ekkert hefði í skorist:
— Það er galli á þessum vélum, hvað þær eru skrambi
valtar.
— Eg hélt, að það mundi kvikna í áðan, sagði ég,
lítið eitt skjálfrödduð.
— Á, svaraði skólastjórinn, hélstu það? Sjáðu nú til,
hélt hann áfram. Þegar olíugeymirinn er fullur, eða bara
hátt í honum eins og áðan, er vélin talsvert þyngri
þeim megin, sem hann er. Þess vegna þarf ekki að koma
nema Htið eitt við vélina til þess að hún velti um koll.
Það er ólánið.
— Þetta er stórhættulegt, sagði ég. Það er víst engin
leið að ráða bót á því.
— Jú, ég held nú það. Ekki þarf nú annað en stinga
mátulega þykkum viðarkubb undir olíugeyminn. Þá er
hann skorðaður og sú hliðin örugg. Og bolta svo niður
andskotans lappirnar á henni hinum megin. Þetta gerð-
um við á vélinni hans séra Jakobs á Hrauni, þegar ég
var farkennari fyrir vestan.
' Einmitt það, sagði ég.
(179)