Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 182
.— Láttu þessa þunnu spýtu vera kyrra undir fram-
löppunum. Það dregur heldur úr loganum.
Við Lilja fórum að þurrka upp steinolíuna af eldhús-
borðinu með gömlum dagblöðum, en þetta hafði ég séð
skurðlækninn gera. Þá var barið að dyrum og inn kom
heimspekingurinn og leiddi drenginn við hlið sér.
— Jæja. Þá erum við búnir að taka niður tjaldið,
sagði hann með sinni venjulegu rósemi. Og ég er bara
sveittur, bætti hann við og brosti.
— Skólastjórinn hefur ekki heldur verið iðjulaus, sagði
ég. Hann hefur verið að stríða við að gera við olíu-
vélina mína.
— Það var gott, sagði heimspekingurinn. Hann virt-
ist ekki hafa minnsta áhuga á þessu eldfæri mínu. Þar
var ég heppin.
— Já, sagði skólastjórinn, eigum við þá ekki að
skreppa snöggvast?
— Hvert? spurði ég.
-—• Við ætlum að bregða okkur í bílnum hérna inn
fyrir.
.— Verst ef við komum nú seint í matinn, sagði heim-
spekingurinn.
— Það er lítil hætta á því, ansaði ég.
Klukkan var ellefu, og ég var ekki farin að elda.
Stundum kemur það sér vel að hafa lítinn tíma til
umhugsunar. Við Lilja hertum upp hugann og kveikt-
um á olíuvélinni.
Það munaði minnstu, að maturinn væri soðinn, þeg-
ar þeir félagarnir komu aftur. Þeir léku við hvern sinn
fingur og rómuðu mjög náttúrufegurðina í þessari sveit.
Skólastjórinn minntist ekki á olíuvélina fremur en hún
hefði aldrei verið til. Á hinn bóginn fór það ekki fram
hjá okkur Lilju, að pottarnir urðu nú á skammri stundu
sótugir upp að eyrum. Eldri sonur minn kvartaði um
óloft og ekki að ástæðulausu.
Við settumst að matborðinu í eldhúsinu. Heimspek-
ingurinn vildi láta litla drenginn sitja hjá sér. Þeir spjöll-
(180)