Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1978, Page 184
Úr ýmsum áttum
Merkilegur vígahnöttur.
Að kvöldi hins 1. ágúst 1976 um sólarlagsbil var fagurt
veður hér á landi, heiðskírt eða léttskýjað um mikinn
hluta landsins. Þetta var um verslunarmannahelgi og því
óvenju margir á ferli úti við þegar geysibjartur vígahnött-
ur birtist skyndilega á himninum, fór hratt til norðurs
og hvarf eftir fáeinar sekúndur. Þótt enn væri bjart af
degi, var hnötturinn svo skær að sumum fannst birtu slá
á jörð, en aðrir urðu varir við glampann þótt þeir væru
í húsum inni. Litaskipti sáust í vígahnettinum og bar mest
á rauðum lit og bláum, en margir liktu leiftrinu við raf-
suðuljós. Hnötturinn sást úr flestum landshlutum, allt frá
Hornbjargi og Grímsey til Vestmannaeyja og Hafnar
í Hornafirði. Sjónarvottum bar yfirleitt saman um, að
hnötturinn hefði sundrast í blossa og horfið áður en
hann náði til jarðar, en einstaka maður taldi sig hafa
fylgt honum með augunum niður að sjóndeildarhring.
Fyrirbærið sást um kl. 22 35, en 5-10 mínútum síðar
heyrðust þungar drunur á nokkrum stöðum nyrst og
vestast á landinu (á Hornbjargi, Gjögri og Hrauni á
Skaga). Hljóðþrýstibylgjurnar komu fram á jarðskjálfta-
mæli Raunvísindastofnunar Háskólans á Hrauni á Skaga
kl. 22 43.
Slóð sem hnötturinn skildi eftir sig, sást langt fram
á nótt, lýst upp af sól líkt og glitský. Margir tóku ágæt-
ar myndir af slóðinni, og með því að bera saman mynd-
ir frá mismunandi stöðum og taka mið af lýsingum
(182)