Jólagjöfin - 24.12.1918, Side 15

Jólagjöfin - 24.12.1918, Side 15
Jólagjöfin. II Stúlkan flýtti sér burt. En þessi fáu orö höföu gefiö hugs- unum hennar nýja stefnu. í 35 ár hafði jóltréð staSiS á heimili hennar á hverri jólanótt. Fyrst fyrir börnin hennar og seinna fyrir barnabörnin; þaS var von á þeim þá um kvöldiS ásamt meS foreldrum þeirra. Börn hennar sjálfrar voru fullvaxin og gift og kvonguS, en á hverjum jólum komu þau meS ung- viSi sitt heim á æskuheimiliS til þess aS halda. jól hjá hinum aldurhnignu foreldrum. Þessi jólaheimsókn var stærsti viS- burSur ársins; svo hafSi veriS í nokkur ár. Barnabörnin hlökk- uSu mjög til þessa, og fullorSna fólkiS líka. Fyrir hálfum mánuSi hafSi elsta dóttir frúarinnar sent mynd af litlu dóttur sinni og skrifaS á hana: „SigríSur litla spyr einlægt, hvenær eigi aS fara af staS til öirimu til aS sjá jólatréS meS mörgu ljósunum." Nú voru aS eins fáar klukkustundir þangaS til amma átti aS fá aS sjá SigríSi litlu og allan hópinn. Frúin fór alt í einu aS hugsa um myndina og mundi þá aS hún lá í saumaskríninu á borSinu. Hún opnaSi skríniS og fann hana þegar í staS. ViS hliS hennar lá önnur mynd, gömul og gul. Sú mynd var líka af ungu, ljóshærSu stúlkubarni meS djúp- bláu spyrjandi augnaráSi og hálfopnum munni. ÞaS var mynd af frúnni sjálfri. Hún horfSi langa stund á hana og fleiri og fleiri minningar komu og liSu fram í röS fyrir hugskotssjónum hennar, svo aS tár eftir tár tók aS falla niSur ellihrukkaSar kinnarnar. Hún mintist þess, aS myndin var tekin, þegar hún enn gat notiS ástúSar föSur og móSur. Mikla baráttu og margar sorgir hafSi hún orSiS aS þola síSan. En kærleika hafSi hún fundiS hjá þeim föSur, sem aldrei bregst, og hjá þeim manni, sem elskaSi hana. En sú var tíSin, aS hún hafSi gleymt himnaföSurnum og þekti enn ekki þann mann, sem varp hamingju yfir líf hennar. Mynd eftir mynd kom fram úr djúpi fortíSarinnar. Fyrir utan féll fjúkiS mjúkt og hvítt niSur á svarta jörSina; inni fyrir logaSi eldurinn i ofninum, dofnaSi og varS aS glæS- um, en alt af sat garnla frúin sokkin niSur í æskuminningar sinar.

x

Jólagjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.