Jólagjöfin - 24.12.1918, Side 16

Jólagjöfin - 24.12.1918, Side 16
12 Jólagjöfin. ViS skulum nú sjá nokkrar af þeirri minningafjöld. Hamingjusamt var heimili þa'S, sem Elsa litla, — þaS var skírnarnafn gömlu frúarinnar — ólst upp í „móSurfaSmi viS föSurmund“. Aldrei heyrSi hún óvingjarnlegt orS; aldrei sá hún ólundarsvip. Hún var einkabarn og báru hana allir á höndum sér, og hendi þurfti hún ekki aS drepa í kalt vatn svo aS segja. Enginn kuldanæSingur mátti fá aS blása á litlu, fin- gerSu jurtina; engin sólarbreiskja aS sviSa ungu hjartablöSin. Hún átti aS eins aS sjá og þekkja hiS sanna, hiS rétta og fagra. Bernskuheimili hennar var trúrækiS heimili, þar sem hin unga móSir kendi barni sínu snemma barnabænina, kendi þvi aS lita upp til hins mikla barnavinar meS trú og trausti. MeS barnslegum huga fanst litlu stúlkunni aS englarnir væru bestu leikfélagar sínir. Húii hugsaSi einkum um jólaengilinn; á hverju aSfangadags- kveldi þóttist hún heyra vængjaþyt hans yfir höfSi sér, og þaS var æSsta ósk hennar aS fá aö sjá hann til þess aS geta þakk- aS honum fyrir jólagleSina. Gamla frúin man sérstaklega vel eftir síSustu jólanóttinni heima i foreldrahúsum. í rökkrinu áSur en kveikt var á jólatrénu hafSi móSir hennar komiS aS henni, þar sem hún stóS viS gluggann og einblíndi út um hann. „Á hvaS ertu aS horfa, Elsa min!“ spurSi móSirin. „Eg er aS svipast eftir jólaenglinum og vita, hvort eg sé hann ekki í kvöld,“ svaraSi barniS. Þá tók móSirin barniS á kjöltu sér og sagSi því frá barninu í jötunni og stjörnunni sem visaSi vitringnnum veg til Betle- hem. „Og síSan vísar þessi stjarna á hverjum jólum veg til Jesú barnsins,“ bætti hún svo viS. Elsa leit meS stórum, spyrjandi augum upp á fjölstirndan himininn og sagSi síSan: „Þarna er hún, marnrna, þarna er stjarnan sem ljómaSi yfir Betlehem." „ViS vitum ekki, hvaSa stjarna þaS var, en láttu þessa stjörnu vera leiSarstjörnu þína gegnum lífiS!“ svaraSi móS- irin og strauk meS hendinni um ljósa lokka bamsins.

x

Jólagjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.