Jólagjöfin - 24.12.1918, Side 25
Jólagjöfin.
19
voru og banni. Og þá er auðs- og valdavonir vorar fölna í
næðingum lífsins, finst oss því nær ólifandi „i henni veröld".
Nei, vér ættum síst að leggja árar í bát og hætta að kosta
kapps um að taka framförum. En vér ættum alt af að vera
jafn glaðir og ánægðir i framsóknarbaráttuni, vera alt ai
glaðir í bragði, þótt „margt gangi mót“, og sjá um, að vér
verðum aldrei svo önnum kafnir, að vér höfum ekki alt af
tíma aflögum til þess að rétta samferðamönnum vorum hjálpar-
hönd, ef á þarf að halda.
Meðal hinna mörgu eiturjurta, sem þrífast helst til vel 1
akurlendi ágirndarinnar, eru fáir verri, en illgresi þau, er vér
nefnum öfundsýki og afbrýði. Ef mönnum gæti lærst að hugsa
að eins um það, sem þeim kemur við og lofa öðrum að fara
sinna ferða, mundi mörg ánægjuuppsprettan þorna upp af
sjálfu sér. Hvað skiftir það þig, þó að nágranni þinn sé eitt-
hvað fjáðari en þú, þótt hann eigi reisulegra hús en þú, þó
hann hafi efni á að hafa fleiri hjú eða eiga betri hesta en þú?
Eða þó að konan hans sjái sér fært að verja feiknar fé í bún-
inga og kvenskart? Auðæfin gefa nágranna þínum kost á að
láta mikið og gott af sér leiða. Hvernig hann ver þeim, fer
alt eftir því, á hvaða þroskastigi hann stendur. Nú, ef til vill
tekst honum að verja þeim vel, og ef til víll mistkst honum
það; en hvort sem honum tekst það eða tekst það ekki, þá
ert þú ekki til þess kvaddur, að gerast dómari hans. Þér ríður
á að eyða ekki tímanum í það, aö setja út á hann eða öfunda
hann. Hafðu aftur á móti allan hug á því að fá staðið sem
best í stöðu þinni, hver senr hún er.
Ef til vill er þó afbrýðin lang-hlálegust af öllum þeim
ástríðum, sem vesalings manneðliö hlúir að og lofar að þjá
sig. Það vantar ekki, að afbrýðissamur maður þykist elska
heitt og innilega; en hafi hann eitthvert veður af því að ein-
hver annar beri hlýjan hug til þess, sem hann elskar, ætlar
hann alveg af göflunum að ganga. Þar sem um hreinan kær-
leik er aö ræða, getur slíkt ekki átt sér stað; því að sá maður,
sem ber óeigingjarna ást í brjósti, þráir ekkert meira, en að
það, sem hann elskar, sé í hávegum haft og elskað af sem
flestum. Aftur á móti hefir afbrýðissamur maður hina mestu
2*