Jólagjöfin - 24.12.1918, Síða 27
Jólagjöfin.
21
það, stattu á fætur þegar i stað og haltu leiöar þinnar, hyggn-
ari af reynslunni, til þess eru vítin að varast þau. Og hvað,
sem fyrir kann að koma, þá reyndu að halda í framfara-áttina,
án þess að hvika.. Og hrasir þú hvað eftir annaö, nú, þá er
ekki annað en rísa hvað eftir annað á fætur. Það er alveg eins
mikil ástæða fyrir þig að rísa á fætur í þúsundasta sinni, ef
þú hefir fallið þúsund sinnum, eins og það var í fyrsta sinni.
Og ef þig brestur ekki þrautsegja og þolinmæði, er þér sigur-
inn vís að lokum, því að þróttur vor eflist í þrautum og striði.
Einn af meisturunum sagði einhverju sinni: „Eina iðrunin
sem er nokkurs nýt, er hinn fasti ásetningur að drýgja ekki
sömu syndina aftur.“ Vitrum manni getur vissulega yfirsést,
en hann lætur sér ekki verða sama yfirsjónin á, oftar en einu
sinni.
„Eg veit, að ástvina-missir verður mörgum manni lang-
sárasta saknaðar og trega-efnið. Og jafnvel þetta mikla sorgar-
efni gæti, mér liggur við að segja, horfið sem dögg fyrir sólu,
ef menn gerðu sér verulega far um að skilja hvað dauðinn er
í raun og veru. Oss, sem nú lifum, ætti ekki að vera eins mikil
vorkunn að fá áttað oss á þessu mikilvæga atriði, eins og
forfeðrum vorum. Vér ættuin ekki að þurfa að fyllast örvænt-
ingu eða kvíða, er vér verðum að sjá á bak ástvinum vorum
inn í annan heim. Vér ættum ekki að þurfa að vera á milli
vonar og ótta um, hvort fundum vorum beri saman.
Svo er fyrir þakkandi, að nú hefur þekkingin rutt sér til
rúms i þessum efnurn hin síðari árin. Það má heita, að hver
maður geti nú aflað sér sannana fyrir þvi, að dauðinn er ekki
annað en för frá þessu tilverustigi og yfir á annað, frá þessu
lífi til æðra lífs, og að vér höfum ekki mist þá ástvini, sem
á undan oss eru farnir, heldur aðeins mist sjónar á þeim um
stundarsakr. Og ef vér gæfum oss tima til að sjá og skilja,
hvað dauðinn er í raun og sannleika, mundi ekki líða á löngu,
þangað til hinn sjálfselskukendi söknuður og tregi yrði að
víkja fyrir vissunni um það, að þeir, sem á undan eru farnir,
hafa unnið mikið viö „vistaskiftin“. Þannig mætti — að minsta
kosti — mýkja sárasta söknuðinn, ef vér létum stjómast af