Jólagjöfin - 24.12.1918, Síða 36

Jólagjöfin - 24.12.1918, Síða 36
30 Jólagjöfin. vera á ferð í slíku veðri, nema ef maöur gæti setið inni í hlýrri og bjartri bifreiö. Og þaö sást ekki heldur nokkur maður á ferð á hinum snjó- þakta vegi, sem lá út að sumarbústaðnum — ekki nokkur lifandi sál, ekki einu sinni lögregluþjónninn á verði. Hann hafði að líkindum leitaö einhversstaðar skýlis, i þeirri föstu von, að jafnvel þjófar og bófar mundu ekki hætta sér út í annað eins veður. Og þó var einn maður á ferð þetta kvöld. Það var fremur lítill og veiklulegur drengur og fátæklega til fara. Hann reyndi að hafa sig áfram á móti storminum. Veörið var hvað eftir anað nærri búið að feykja honum um koll. Hann varð þvi að halda sér hvar sem hann gat, annaðhvort í eikur eða giröingar, sem voru með fram veginum. Hann var annars ötull og duglegur drengur. En nú lá honum við að láta hug- fallast og fara að gráta. Hann reyndi þá að fara að hugsa um annað, en kuldan og bylinn. Hann fór að hugsa um hana mömmu sína heima. Hvað hann var feginn því, að hún hafði gefið honum í jólagjöf þenna regnfrakka, sem hann var í. Hún hafði saumað hann upp úr regnkápunni sinni, því að nú varð hann að vera úti, hverju sem viðraöi. En hvernig gat staðið á því að hann var svona lengi á leiðinni út að sumar- bústaðnum lögmannsins? Hann var þó vissum að hann hafði farið þennan veg svo oft áður. Og einu sinni hafði húsbónd- inn lokið sjálfur upp fyrir honum, og gefið honum krónu í ómakslaun. Já, hann hafði þá gefið honum krónu í pening- um og því hafði hann orðið feginn. Og nú þegar hann kæmi í öðru eins verðri og þessu, með þessa fallegu kápu handa frúnni, var hann vís til þess að gefa honum aftur krónu, eða ef til vill tvær. Og þá ætlaði hann að flýta sér heim til niömmu sinnar, sem var alt af svo hrædd um hann, þegar hann kom ekki heim í sama mund og hann var vanur. En honum var í raun og veru illa við þessa hræðslu í henni. Hann var nú enginn óviti framar. En aumingja mamma, hún var alt af svo veik og þess vegna var hún auðvitað alt af svona hrædd og óróleg. En hann vissi að hún hafði aldrei verið smeik ef hún þurfti að gera eitthvað sjálf. — En sjáum nú til, þarna

x

Jólagjöfin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.