Jólagjöfin - 24.12.1918, Page 40
34
íólagjöfin.
Hann var borinn inn í liúsið og alt hugsanlegt var gert til
þess að fá íbúann litla inn í hinn kalda líkama; en alt kom
fyrir ekki.
Hann lá þarna meö hið yndislega bros á vörum. Og hvers
vegna heföi hann átt að koma aftur? Frúin hafði fengið káp-
una. Og Páll litli var nú hjá henni mömmu sinni.
Þetta sama kvöld hafði góð og ástúðleg grannkona komið
inn í hið fátæklega herbergi, sem móöir Páls lá veik í. Hún
var vön að koma til hennar öðru hvoru, þegar hún var venju
fremur veik, jafnvel þótt hún hefði ekki mikinn tíma aflög-
um. Hún varð sjálf aö gæta barna sinna, auk þess sem hún
vann mikið fyrir hina og aðra og varð að sjá um heimilið að
öllu leyti.
Og hún hafði verið nokkuð lengur inni hjá móður Páls, en
hún var vön, þetta illviðriskvöld. Og hún átti bágt með að
fara frá henni, því að hún var orðin svo hrædd um drenginn
sinn.
Það var nú komið fram yfir þann tíma, sem hann var vanur
að koma heim. Og nú var þetta voða veður. Grannkonan reyndi
að hughreysta hana með því að segja, að það væri auðvitað
veðrinu að kenna, að Páll litli gæti ekki komið heirn eins
snemma og hann var vanur. En hún mætti samt ekki vera
óróleg, hún þyldi það ekki. Hún kvaðst skyldi líta inn til
hennar seinna, ef hún yrði ekki vör við Pál koma.
Móðir Páls litla varð nú alein, — alein með órósemi sína
og kvíða, sem óx með hverju augnabliki.
— Elsku litli duglegi drengurinn minn, — sagði hún við
sjálfa sig, — eg má ekki missa hann.
Og hún fór að rifja upp fyrir sér ýms smáatvik frá liðnum
árum og hugsa um hve hann hefði verið henni til mikils rauna-
léttis frá því, er hún misti manninn, og varð einstæðingur í
heiminum. Og hún mintist hinna mörgu nótta, er hún hafði
sitið við saumavélina, þreytt og syfjuð, en þó jafnframt glöð
og ánægð við að hlusta á hinn létta og reglulega andardrátt
hans, og sjá elsku litla andlitið hans á koddanum.
En nú var hún svo veik. Það átti að flytja hana á morgun