Jólagjöfin - 24.12.1918, Blaðsíða 53
Jólagjöfin.
47
og liknarlundin glæddist á hverju heimili. Menn sem höfSu
aldrei unniS i annara þarfir, lögöust kvöld eftir kvöld þreyttir
til hvíldar, af því aö þeir höföu hjúkraö þeim og hjálpaö, sem
þeim haföi aldrei áður dottiö í hug að rétta hjálparhönd. Og
þeir, sem voru vanir aö bera sí og æ umhyggju fyrir öörum,
fundu sér aukast þrek og kraftar, þeim mun meira, sem þeir
lögöu sjálfa sig í sölurnar fyrir þjáða sambræöur sína. Báðum
englunum tókst vissulega að gera marga menn betri, leiða
þá lengra í áttina til hins sanna, fagra og góöa.
Og báðir englarnir höföu komið aö Hóli. Þaö var komið
framundir miðnætti. Læknirinn var farinn. Þórunn húsfreyja,
sem var nýlega oröin ekkja, sat fyrir framan rúmið tvíbur-
anna, Siggu og Gunnu. Sigga litla var sofnuð, en Gunna lá
i einhverju móki og var þungt urn andardráttinn. Móðir hennar
horfði á hana tárvotum augum. Læknirinn hafði ekki gefið
henni neina von um hana, hafði sagt að hann héldi að hún
hefði það ekki af. Átti hún nú að missa líka elsku litla barnið ?
Hvers vegna skyldi guöi þóknast aö taka Gunnu litlu frá
henni líka, hana, sem var hvers manns hugljúfi og efnileg bæði
til líkama og sálar? Skyldi hún geta afborið þetta? Það var
vafasamt, þar sem hver sorgin rak aðra. Og verst var, að
geta ekki séð nokkurn skynsamlegan tilgang með öllum þess-
um sorgum og mótlæti, sem mönnum ber að höndum, einhvern
skynsamlegan tilgang, eitthvað annað en tilgangslausa og
grimdarfulla tilviljun. Því hver stjórnar sóttum og dauða?
Stjórna sóttkveikjurnar þeim? Þórunn hristi höfuðið. Og
hvaö tekur svo viö? Ef til vill algleymi og gereyðing og
ekki annað ? Gunna litla stundi þungan. Móðir hennar hag-
ræddi henni á koddanum og þrýsti koss á vanga henni. Var
hugsanlegt að hún fengi vakað lengur. Þetta var þriðja nóttin,
en hún hafði engum öörum á að skipa. Hún reyndi að halda
sér vakandi við það að hugsa, þess á milli sem hún hagræddi
dætrum sínum.
Hún hafði víst sofnað. Hún hrökk upp við þaö, að henni