Jólagjöfin - 24.12.1918, Page 54

Jólagjöfin - 24.12.1918, Page 54
48 Jólagjófin. fanst maöurinn liennar sálugi lúta ofan aö henni og hvísla: — Gunna veröur hjá mér, en Sigga hjá þér. — Henni varö litið á dætur sínar. Gunna litla var skilin viö. Sigga litla vaknaði snemma morguninn 8. desember. Þaö var afmælisdagurinn þeirra systranna. Þær höfðu veriö vanar því aö gefa hvor annari gjafir. En nú var Gunna farin, farin til guös. Hvernig átti hún nú aö gefa henni eitthvað í af- mælisgjöf, henni Gunnu, sem var einhversstaöar uppi hjá guði. Ætli maöur fái annars nokkrar afmælisgjafir hjá guði? Hún haföi aldrei heyrt talað um þaö. En mikið langaði hana til þess aö geta gefið Gunnu systir eitthvaö. En hvað átti hún helst að gefa henni? Jú, hún átti hlut til þess aö gefa henni. Hún gat gefið henni fallegu brúöuna, sem hún Helga frænka hennar haföi gefiö henni daginn, sem hún komst á fætur upp úr veikindunum. En hver gat þá farið meö brúðuna til Gunnu? Sjálf gat hún það ekki. Hún haföi einu sinni spurt mömmu sína, hvort nokkur gæti farið upp til guðs og komiö svo aftur. En mamma hennar hafði sagt, að þaö færu engir til guös, nema þeir, sem dæu og þeir væru látnir ofan í grafir í kirkju- garöinum og þeir kæmu aldrei aftur. Hver ráö átti hún aö hafa? Hún var alveg viss um, aö Gunnu mundi þykja ósköp vænt um aö fá brúðuna. En gat brúðan þá ekki fariö sjálf til guös? Gat hún ekki dáiö og mátti ekki láta hana ofan í gröf út í kirkjugarði? Og þá hlaut hún að fara til guös eins og aðrir, og þá hlaut hún líka að komast til Gunnu, sem var hjá guði. Nú sá Sigga iitla hvernig hún átti aö hafa það. Hún þurfti ekki annaö en fara meö brúðuna út í kirkjugarð og láta hana ofan í leiöið hennar Gunnu. Hún vissi hvar leiðið hennar var, því að hú haföi svo oft séö hana mömmu fara þangað þegar illa lá á henni. Þá haföi hún stundum farið á eftir henni út í kirkjugarðinn og þess vegna þekti hún leiðið hennar Gunnu frá hinum leiðunum. Og brúðan var nú ekki heldur alveg lif- andi, hún gat alveg eins verið dáin eins og Gunna. Og ef brúðan dó eins og Gunna, var grafin eins og hún, þá hlaut hún líka að fara til guös eins og Gunna og komast til hennar.

x

Jólagjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.