Jólagjöfin - 24.12.1918, Page 55
Jótagjöfin.
4 9
Hún gat því, gefiS Gunnu afmælisgjöf, alveg eins fyrir þvi,
þótt hún væri komin til guðs.
Og þegar fariö var aö rökkva, fór Sigga litla út í kirkju-
garö með ofurlítinn stokk undir hendinni. í honum var brúöan
vafin innan í hvítan klút. Hún gekk aö litlu leiöi, sem var
ekki búiö aö gera ofan yfir. Þaö var leiðið hennar Gunnu.
Hún gróf þar dálitla holu ofan í leiðið og lagöi stokkinn ofan
i holuna. Hún sópaði moldinni yfir aftur svo aö lítil eða engin
verksummerki sáust aö hreyft heföi veriö viö leiðinu.
Hún fór svo inn í bæ og haföi ekki orö á þessu viö nokk-
urn mann, því að þaö þuríti svo sem enginn að vita, aö hún
haföi látið brúöuna sína fara til guös.
Og Sigga litla var að hugsa um þaö, þegar hún var háttuð,
hvað Gunna mundi segja, þegar hún sæi brúöuna koma upp í
himnariki. Mikiö ósköp yröi hún fegin aö fá svona fallega
brúðu, því að þetta var lang-fallegasta brúöan, sem hún haföi
séö. Gunna mundi áreiðanlega koma og kyssa hana fyrir
gjöfina, ef hún að eins gæti komiö, þaö var hún alveg viss
um. En Gunna gat ekki komið. En ósköp var þaö nú leiðinlegt
aö guö skyldi ekki lofa Gunnu að koma svona einstöku sinnum,
þaö þyrfti ekki aö vera oft, heldur að eins einstöku sinnum.
Eöa gat guö þá ekki heldur lofaö henni aö koma til Gunnu
upp í himnaríki. Nei, mamma haföi sagt henni, aö þaö færu
engir til guös eða upp í himnaríki, nema þeir, sem dæu og
væru látnir ofan í gröf úti í kirkjugarði og þeir kæmu aldrei
aftur. En ekki gat hún farið aö deyja og Iáta menn grafa sig
úti i kirkjugarði og koma svo aldrei aftur til mömmu. En ætli
guö hafi nú verið nokkurn tíma beðinn aö lofa þeim, sem voru
farnir til hans, að koma aftur. Skyldi hann ekki gera þaö
aö eins fyrir hana, aö lofa Gunnu að koma allra snöggvast.
Hún ætlaöi aö reyna aö biöja hann.
— Góöi guö, gerðu það fyrir mig aö lofa henni Gunnu að
koma og finna okkur, að eins einu sinni. Geröu þaö, góði guö
ög þá skal eg alt af vera þæg og hlýðin henni mömmu, ef
þú Iofar mér aö eins að sjá hana Gunnu og tala viö hana aö
eins einu sinni.
4