Jólagjöfin - 24.12.1918, Page 58
/ Tí n i n gu r /
— úr ýmsum áttum.
Hans útvalda.
Hann hafði gengið fram á hana fyrir innan Rauðará á einni morg-
ungöngu sinni. Það var eitthvað sérstakt við hana. Og hann hafði
dálitla hugmynd um sjálfan sig. Þau fylgdust að og gáfu sig á tal
hvort við annað. Talið barst brátt að ást.
— Eg hugsa mér einungis, sagði hann, að gifta mig þeirri stúlku,
sem ber virðingu fyrir manni sínum! — Þannig er eg, sagði hún, mér
finst að við kvenfólkið, séum svo smáar og hjálparlausar og veikbygðar.
— Já, einmitt, sagði hann, en það má heldur ekki vera nein „dúkka“,
það verður að vera kvenmaður, sem elskar heimilið og heimilisverkin.
— O, eg skal segja yður, sagði hún, að þegar aðrir fóru í Bíó, sat eg
venjulega heima og bætti föt litlu brtíðranna minna, eingöngu af þvi, að
mér þótti gaman að því. — Er það satt, sagði hann. — Það veit guð,
sagði hún.
En við matartilbúning, sagði hann. — Eg elska að búa til mat, sagði
hún, og það er stærsta ánægja mín að gera það svo ódýrt, sem mögu-
legt er. — Já, svoleiðis á það að vera, sagði hann. Eg hata stúlkur, sem
spegla sig mikið. — Sögðuð þér spegla? — Nei, aldrei! Eg veit meira
að segja varla, hvernig eg sjálf lít út. — En reykið þér ekki cigarettur?
spurði hann. — Svei, sagði hún. Jafn ókvenlegt. — En þér farið þá
máske á kaffihús? — Nei, takk. Maður getur notað peningana til ann-
ars þarfara, nú, á þessum tímum. — Lesa, meinið þér! — Nei, sagði
hún, flestar bækur eru svo tilgerðarlegar og dónalegar.
Hann fann að hjartað var farið að slá hraðara. Forlögin höfðu nú
fært honum í fang stúlkuna, sem hann hafði alt sitt líf verið að leita að.