Jólagjöfin - 24.12.1918, Side 59

Jólagjöfin - 24.12.1918, Side 59
Jólagj'ófin. 53 En, sag'Öi hann, munduð þér ckki þreytast á, að fórna lifi yðar fyrir annan? — Aldrei, sagði hún. Eg hefi svo sem ekkert sérstakt áform. Eg dansa ekki. Eg fylgist alls ekki með í pólitík og vinstúlkur hata eg, en — um leið og þau komu að stóru hliði — hér skiljum við, hér á eg heima. — Nú, sagði hann, á Kleppi, svo þér fórnið yður einnig fyrir að hjúkra sjúklingum. — Nei, sagði hún og brosti lítið eitt, eg er sjálf sjúklingur, en læknirinn hefir sagt, að eg mætti gjarna ganga laus, þvi að eg gerði engum neitt. Hún hneigði sig og hvarf. Hann stóð lengi og starði á húsið — og það var hún, sem var hans útvalda. —------- Hann sneri við hryggur í huga og fór að hugsa um, livort hann væri nú sjálfur með öllum mjalla. Tombólan. í fyrravetur var einu sinni sem oftar haldin tombóla i Goodtemplara- húsinu, og eins og venja er til, stóð hún yfir í tvö kvöld; byrjaði laug- ardagskvöid kl. 7—8 og 9—10 og aftur sunnudagskvöld kl. 6—8 og 9—11. Eg ásetti mér að fara þangað öll skiftin og eyða þar ákveðinni peninga-upphæð, bæði til að reyna gæfuna og til að styðja stúku þá, er tombóluna hélt. Inngangurinn kostaði 10 aura i hvert sinn. Fatageymsla var þar, og kostaði 10 aura, sem maður greiddi um leið og maður tók föt sin aftur. Fyrsta skiftið greiddi eg inngangseyrinn, 10 aura, og eyddi þar að auki helmingnum af þvi sem eftir var af þessari ákveðnu upphæð, tók síðan yfirhöfn mina, greiddi 10 aura og fór. Síðar um kvöldið kom eg þangað aftur, greiddi inngangseyrir, eyddi helming af því sem þá var eftir og borgaði fyrir fatageymsluna og fór svo heim. — Daginn eftir fór eg þangað í bæði skiftin og fór alveg eins að og áður. Þegar eg svo loksins kom heim, sá eg að eg átti 10 aura eftir óeytt af upphæðinni. Hve há var upphæðin upphaflega? — —* * Ráðning á öðrum stað.

x

Jólagjöfin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.