Jólagjöfin - 24.12.1918, Síða 60
54
Jólagjöfin.
Dularfult bréf.
Kæra systir 1
Eins og þú veist, er stöðugt
umtal manna á millum um aðþaðsé
missætti milli okkarhjónanna.Egvtt
reyna að hnekkja þessum orðróm,
trúa þér fyrirþví,aðmérhefiraldrei
leiðst, því að mér hefir altaf
liðið vel í hjónabandinu; er svo ó-
umræðilega sæl og svo dæmalaust
ánægð með gjaforðið, erhugsastmá.
Og svona gott gætu allir átt.
Eg vil því fastlega ráða þér frá að
neita nokkrum biðli, heldur strax
giftast, ef þú vilt að þér líði vel.
Bara að þú giftist eins vel og eg.
Eg segi þér satt — þú mundir
aldrei láta þér detta í hug að
formæla brúðkaupsdeginum þínum.
Hann yrði þinn mesti happadagur.
Með manni,einsog eg ákæmistuíó-
venjulega hæga stöðu og í gott
álit hjá skyldum og vandalausum.
Þess ættir þú, systir, vel að gæta.
Samkomulag okkar er, sem sagt,
svo gott sem á verður kosið og
alveg eins og ræða væri urri
engla. Við eigum hest og við eigum
hund og kött. Vinnum litið, því að
við erum rík; enginn getur sagt að
við lifum á sveita annara rnanna.
Það gæti eg ómögulega unað við.—
Maðurinn minn er vafalaust ó-
kvalráðasti, besti, vitrasti og
þarfasti maður á þessari jörð.
Hann er hreint og beint snillingur.
Hann minnir mig helst á Sa-
lómon konung, hetjuna Jóna-
tan eða einhvern þeirra jafningja.
Brennivin bragðar hann sjaldan.
Engu ann hann eins heitt og
mér, og hefir aldrei hneigst au
drykkjuskap. Hann er fram úr hófi
reglusamur, og hatar hvern, sem er
fullur og gerir uppistand í húsinu.
Heimilisfriðinn er honum ant um.
í fámorðum: eg hefi hlotiðmjögó-
sérplæginn, sparneytinn og sérlega
reglusaman mann. Sonur okkar er
skýr og góður drengur ogersjaldan
ódæll, lifandi eftirmynd föður sins.
Það verður eitthvað úr honum.
Segðu mömmu að eg sé ó-
umræðilega glöð og ánægð og
lánsamasta manneskja á jarðríki.
Þin elskandi
Anna.
Aumingja Anna! Hún átti ekki
sjö dagana sæla hjá bónda sínum.
Lesendurnir geta reynt að lesa
bréfið aftur, cn hlaupa yfir aðra
hvora linu. Þá fá þeir sannar sagn-
ir um hagi hennar.