Jólagjöfin - 24.12.1918, Page 61

Jólagjöfin - 24.12.1918, Page 61
jólagjöfin. 55 Konu-efnið. — Jæja, dréngur minn, sagði faðirinn, þú ert nú kominn á þann aldurinn, að þú getur farið að hugsa um konu. En hugsaðu þig vel um. Eg segi ekki að þú eigir að giftast neinni vegna peninganna. En gamall málsháttur segir: Úti er vináttan þá ölið er af könnunni. Ráðdeildarsemi og sparsemi er besti grundvöllurinn fyrir velferð heimilisins. — Þetta er alveg rétt, faðir minn, sagði pilturinn og leit niður fyr- ir sig. Það var ekki laust við að hann væri utan við sig. — Og hafðu það hugfast, að það hefir mikla þýðingu, að konan sé myndarleg til allra heimilisverka, sagði móðirin. Þið, unga fólkið, haf- ið enga hugmynd um hvaða áhrif það hefir á samlyndi hjónanna, þegar hnappa vantar á skyrtur og buxur, eða þegar maturinn er viðbrendur eða hárugur. — Eg mun aldrei gleyma ráðleggingum þínum, sagði sonur hennar. — Nei, sagði Þóra frænka, og leit til hans með skörpu augnatilliti undan gleraugunum, engin næturdrós, helst kvenmaður, sem er rosk- inn og ráðsettur. Já, það er m i 11 ráð! Enginn kvenmaður ætti að gifta sig fyr en hún er yfir þrítugt. Ungi maðurinn samþykti með þögninni. — En, sagði Gísli frændi, við skulum ekki gleyma því þýðingarmesta, að það sé stúlka sem er alvörugefin. Það er ekki nóg, að hún geti talað um tísku og leikhúsin eða Bíóin. — Gamall málsháttur segir: Oft kemur grátur eftir skellihlátur. Við munum úr skáldsögunum, þar sem talað er um hvellan og lokk- andi hlátur, sem hrifið hafi hjörtu karlmannanna. Varaðu þig á hon- um drengur minn! — Eg þakka ykkur öllum sagði pilturinn. Eg veit, að þið viljið mér öll vel. Og hann þakkaði þeim með handabandi, hrærður i huga. Einum mánuði síðar trúlofaðist hann ungri, ljóshærðri stúlku, sem hló frá morgni til kvölds, var bláfátæk og hafði enga hugmynd um matartilbúning og hafði meira gaman af að standa fyrir framan spegilinn en eldavélina. Þau giftu sig og urðu mjög ólukkuleg. — — —

x

Jólagjöfin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.