Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 8

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 8
338 FRE YR °f Ritstjóri Freys, hefir beðið mig um að rita greinarstúf í blaðið í tilefni þess, að ég hefi afráðið að flytjast úr Reykjavík, eftir að hafa átt þar óslitið heima í 17 ár, og setjast að upp í sveit. í sjálfu sér er það ekki svo mikilvægur atburður, að hann gefi tilefni til langra hugleiðinga. En ég geri ráð fyrir, að það, sem fyrir ritstjór- anum vakir sé þetta: Það er svo iskyggi- lega fágætt, að menn flytjist búferlum úr höfuðborginni upp í sveit, að það má ná- lega kalla viðburð í hvert sinn, sem það skeður. Allt til þessa hefir straumurinn virzt liggja þungur og óstöðvandi í hina áttina: Úr sveitinni í höfuðstaðinn. Og ég get alveg eins sagt það nú þegar, eins og geymt mér það þangað til síðar, að það er óbifandi sannfæring mín, að ef Reykja- vík heldur áfram að gleypa fólkið á kom- andi árum í sama mæli og hún hefir gert undanfarið, þá gleypir hún um leið eina meginstoðina undan heilbrigðu hagkerfi íslenzku þjóðarinnar, og lamar sveitina. Ég hefi gert þess nokkuð ítarlega grein í bók minni „Austur og vestur á fjörðum“, að útkjálkarnir íslenzku, yztu vígstöðvar starfs og athafna í landinu, hafa alltaf átt einhver ítök í hjarta mínu. Þetta hefir að vísu að allmiklu leyti verið hálf róm- antísk tihinning, en þó ekki að öllu leyti. Ég hef horft á það með vaxandi sársauka, að ýmsar þessar byggðir eru að tæmast að fólki. Ekkert er auðveldara en að láta sér skiljast, hvernig einangrið, erfiðar samgöngur, brestur á almennri þjónustu, t. d, læknisleysi, þægindaskorturinn, verð- í^c^eýdin ur þessu fólki að lokum ofviða. Það gefst upp, — á þessum stað. En þó að samfærzla byggðarinnar kunni að vera hin brýnasta nauðsyn á ýmsum stöðum vegna breyttra vinnuhátta, og margur sá staðurinn. er áður var í byggð, þannig, að engin skyn- samleg rök mæla lengur með, að svo skuli vera áfram, skyldi enginn halda, að það sé einber ágóði, að landið minnkar þannig í höndunum á okkur. Það hefir verið meiri varðveitandi íslenzks manndóms, en marg- ur lætur sig gruna, að íslendingar byggðu stórt land, þótt fáir væru, og að þjóðin teygði landnám sitt og athafnir af ótrú- legri dirfsku og þrautseigju út á yztu andnes þess og upp um efstu heiðar. Þetta rými og vídd, með viðfangsefnum þeim, — og erfiðleikum, — sem þau skópu, hefir valdið því, að þrátt fyrir mannfæð. fá- tækt, óblíða náttúru og stjórnlega og við- skiptalega kúgun öldum saman, varð kot- þjóðarbragur innikrepptrar smáþjóðar aldrei varanlegt einkenni íslendinga. Það var þannig landið sjálft, sem varðveitti með þjóðinni vissa stórsýni, þar sem að- stæðurnar annars hefðu vel mátt kýta hana andlega, svo að hún hefði aldrei rétt við. Og þessi stórsýni kemur svo aftur fram í athafnasemi og djarflegum átökum bæði til lands og sjávar, þegar hagurinn tekur að rýmkvast. En hins þarf ekki að dyljast, að í svip- inn stendur byggðin höll í baráttunni gagnvart bænum, og þó einkum gagnvart höfuðborginni. Og öllum hugsandi mönn- um er þetta ljóst, þó að torvelt kunni að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.