Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 42

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 42
372 FRE YR um Búnaðarráð, hafi bændastéttin fengið fullveldi yfir verðlagsmálum sínum. Ég rnun einhvern tíma hafa látið þau orð falla í þingræðu, að ég hefði jafnvel kosið það, að enginn bóndi ætti sæti í Búnaðar- ráði. Þetta var tekið mjög óstint upp fyrir mér af sumum fylgismönnum „ráðsins". Ekki sagði ég þetta af því, að ég ekki viðurkenni það, að jafnan sé mikið atriði um hverja nefndarskipun, hverjir í hana veljast, né af hinu, að ég vilji neita því, að bændur ættu að öðru jöfnu að mega vænta meira af stéttarbræðrum sínum en öðrum, um meðferð þessara mála. En ég óttaðist hitt, að skipun bænda í ráðið, gæti orðið til að slæva dóm- greind ýmsra þeirra; fela fyrir þeim kjarna málsins, og svæfa þá í þeirri trú, að ráð- stjórnarfyrirkomulag þetta væri hið æski- legasta, — á meðan að verið væri að svæla þessi miklu hagsmunamál stéttarinnar undir ríkisvaldið fyrir fullt og allt. En sem betur fer sjá flestir bændur í gegnum þennan vef, og vilja ekki sætta sig við þetta, og eiga ekki að gjöra það. Landbúnaðarvöruverðið á Norðurlöndum. Hr. G. J. skýrir allýtarlega frá verðlagi landbúnaðarvara á Norðurlöndum, og mætti ætla að íslenzkir bændur væru eng- ir smáræðis striðsgróðaburgeisar ef það vöruverð er borið saman við íslenzkt verð- lag. Ekki dettur mér í hug að bera brigður á þessar tölur. En það hefði engan veginn sakað vegna þeirra lesenda blaðsins, sem jafnan blína á útsöluverðið eitt, og dæma út frá því íslenzka bændur, okrara og arðræningja, að drepa ofurlítið á hinn gífurlega mun á framleiðslukostnaði þar og hér. Það hefði t. d. mátt geta þess að í Svíþjóð, þar sem landbúnaðarverkalaunin eru hvað hæst, fær landbúnaðarverkamaðurinn röska krónu um klukkustund, og þar í er innifalið fæði, þjónusta og húsnæði, sem verkamaðurinn sér fyrir sjálfur. Og í lík- ingu viö þetta er munurinn á öðrum kostn- aðarliðum, þótt hlutfallslega kunni að muna mestu á vinnulaununum, sem líka eru stærsti liðurinn. Þá skýrir hr. G. J. einnig frá álitsgerð norskrar nefndar um það, að landbúnað- arvörur þar í landi þyrftu að hækka 50%, „ef bændur ættu að geta greitt verkafólki sínu tilsvarandi laun við aðra atvinnu- rekendur“ og ennfremur frá nægjusemi þeirra, að sætta sig við það að hækkun þessi yrði aðeins 15%, vegna þess, að verkalaun væru lægri í landbúnaðinum en annars staðar. Þetta finst máske ýmsum vera til fyrir- myndar? En þá hefði ekki verið úr vegi að geta þess, að skortur á landbúnaðarvörum er víst hvergi á Norðurlöndum jafntilfinnan- legur og í Noregi, og að flóttinn úr sveit- unurn frá landbúnaðarstörfunum, er nú eitt mesta áhyggjuefni meðal hugsandi manna þar í iandi. Unga fólkið streymir unnvörpum úr sveitunum til bæjanna og úr landi t. d. til starfa í Svíþjóð, svo að til stór vandræða horfir í sumum sveitum. Ætli að orsökin geti ekki verið meðfram sú, að „verkalaun eru lægri í landbúnað- inum en annars staðar“, og að bændur „sætta sig við“ lægra landbúnaðarvöru- verð en þeir þarfnast til „að geta greitt verkafólki sínu tilsvarandi laun við aðra atvinnurekendur“. Nei; þetta er ekki til fyrirmyndar, og þetta ráð dugar ekki úti á íslandi eins og nú er háttað. Svo mikið er víst. Það gat gengið hér fyrir nokkrum ár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.