Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 16

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 16
346 FRE YR af því að hráefnin eru í landinu, þeirra er tiltölulega létt að afla, og svo er sænsk tækni það fullkomin, að á mörgum svið- um standa Svíar í broddi fylkingar. Það voru þrengingar landbúnaðarins og flóttinn úr sveitinni, sem gáfu ýmsum til- efni til þess að horfa fram í tímann og hyggja hvað verða mundi, ef svo færi að byggðin legðizt í eyði og framleiðsla þeirra lífsnauðsynja, sem landbúnaðurinn skap- ar, minnkaði að mun. Fyrir 15 árum síðan var matvælafram- leiðslan í landinu á ýmsum sviðum ófull- nægjandi. Eins og þá stóð á, fengust mat- væli við gjafverði frá öðrum löndum og ýmsir bæjarbúar báru fram háværar kröf- ur um að hætta að nytja hinar strjál- býlu sveitir, þar yrði framleiðsla matvæl- anna allt of dýr, en frá útlöndum væri rétt að kaupa þær lífsnauðsynjar, sem þyldu geymslu og flutning þaðan. Því bæri að leggja stund á iðnaðinn, flytja iðnað- arvörurnar út í ennþá stærri stíl og hætta þessu bardósi með reitings búskap úti um allar trissur. Því skal bætt við hér, að ef þá hefði verið farið að ráðum bæjarbú- anna í Svíþjóð, mundi sultur hafa sorfið hart að Svíum á stríðsárunum 1940—’45, því að í stað þess að minnka framleiðsl- una af landbúnaðarvörum, eins og mælt var með þá, hefir hún aukist að miklum mun síðastliðin 15 ár, og þó var stundum þröngt fyrir dyrum að því er snerti bæði feitmeti og kjöt á stríðsárunum. En það var ekki aðeins spurningin um framleiðslu matvæla, sem kom til umræðu þegar flóttinn úr sveitinni hófst fyrir alvöru. Eins og í öðrum löndum, og ef til vill fremur en í mörgum öðrum löndum, var sveitamenning í mjög miklum blóma þar í landi. Því voru það ýmsir, er sáu að stefnt gæti í óefni, ekki aðeins að því er snerti matvælaframleiðslu, heldur og menningarlegum athöfnum og viðhaldi fornrar frægðar og minja, sem vel var geymt í sænskum sveitum. Það var satt, að margir hurfu úr sveit- unum en hinir voru þó fleiri, sem létu ekki bugast af ógnarklóm kreppunnar en hertu upp hugann og leituðu samtaka í barátt- unni fyrir tilverunni. Það var upp úr þessum jarðvegi fjár- hagslegra þrenginga og menningarlegrar tvísýni, að samtök og félagsskapur skaut upp spíru og varð að grænni grein á sænsk- um þjóðarmeiði. Þessi félagsskapur þró- ast og eflist enn þann dag í dag, en fé- lagsskapur sá heitir: Riksförbundet Landsbygdens Folk (R.L.F.) en hann mætti á íslenzku nefna Lands- sambandið Sveitafólkið. R. L. F. var stofnað árið 1929 og fyrsta hlutverk þess var að standa á móti og halda fast, þar sem straumur kreppunnar svall þyngst. Landbúnaðurinn var þá í hættu staddur vegna fjárhagslegs öng- þveitis. Tilgangurinn með stofnun félagsins var að sameina bændastéttina í baráttunni fyrir sómasamlegri afkomu. Skyldi félags- starfsemin rekin á ópólitískum grundvelli og, að svo miklu leyti sem hægt væri, leitað samúðar og samvinnu annarra stétta. Félagsstarfsemin skyldi beita sér fyrir málefnum er miðuðu að eflingu vel- megunar og öryggis innan bændastéttar- innar, og slá skjaldborg um allt það er heyrði sveitunum til bæði að fornu og nýju, til þess að varðveita þann kjarna þjóðfélagsins, sem átti rætur sínar í sænsk- um sveitum. ★ Á för minni um Svíþjóð síðastliðið sum- ar gafst mér tækifæri til þess að kynnast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.