Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 31

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 31
FREYR 361 ur öllum öðrum atvinnugreinum, er mjög háður staðbundnum skilyrðum, jarðvegin- um og loftslaginu. Atvinnuvegir eins og iðnaður, siglingar og verzlun, eru með langtum meira alþjóðasnið. Um gjörvallan hnöttinn eru athafnir þessara atvinnu- vega því nær eins, og tareytingar sem þeir eru undirorpnir skipta aðeins eftir tíðar- anda og tækni og að nokkru í samræmi við stjórnmálaathafnir og þjóðfélagshreyf- ingar, en eru því nær óháðir staðbundnum náttúruskilyrðum. Þessu er allt öðruvísi varið að því er snertir landbúnaðinn. Innan þess atvinnuvegar er loftslagið og jarðvegurinn undirstöðuatriði, sem mikið veltur á. í hitabeltislöndum er búskapurinn rek- inn með allt öðru sniði en í kaldari belt- um og í heimskautalöndum. í Skandinavíu, sem liggur við norðurmörk landbúnaðar- ins, eru skilyrðin aftur svo breytileg frá landi til lands, að búskapurinn hlýtur ófrávíkjanlega að mótazt eftir þeim og verður því nokkuð breytilegur. Hversu miklar framfarir sem kunna að verða í tækni, og notkun hennar í þágu þessar atvinnuvegar, þá mun búskapur á íslandi og í norðurhluta Skandinavíu aldrei verða rekinn á sama hátt og í sunnanverðri Svíþjóð og í Danmörku. Já, jafnvel innan eins lítils landsvæðis og Danmerkur, eru skilyrðin frá náttúrunnar hendi mjög breytileg frá stað til staðar. Ef vér lítum annars vegar á þau skil- yrði sem náttúran býður og hins vegar á framfarir þær, sem orðið hafa frá einum tíma til annars, þá verðum vér þess skjótt vísir, að framfarirnar eru ekki alltaf mest- ar þar sem náttúran er ríkust að gæðum. Það er hægt að draga takmarkalínur, er sýna hvar náttúruskilyrði eru góð og hvar þau eru miður góð eða léleg, en á öllum þessum landsvæðum er mannshöndin að verki og athafnir hennar og afköst leiða það í ljós, að stundum verður útkoman á búrekstrinum eins góð á hinum rýrustu svæðum eins og þeim beztu. Þannig er hægt að benda á ákveðin svæði, sem eru fjarri því að bjóða góð náttúruskilyrði en tækni og notkun hennar skipar þar önd- vegi, og afkoma búnaðarins er eins góð og þar sem náttúruskilyrði eru bezt. Það er árangúrinn af upplýsingastarf- seminni um áratugi, og það eru stað- reyndirnar, er fengist hafa við fjölþætt vísindastörf innan landbúnaðarins, sem hafa gefið oss þau vopn í hendur, er vér kunnum að nota til þess að knýja jarðveg- inn og loftslagið til þess að skapa okkur meiri og meiri framleiðslu á hverri flatar- einingu lands, og auka þannig og efla gjaf- mildi náttiirunnar. Nú á dögum sjáum vér það, hvar sem litið er, að á þessu eða hinu búi er það háð dugnaði og fyrirhyggju bóndans eða bústjórans, eða þá verkstjórans, hversu mikil eftirtekjan verður. Á sömu jörð, í sama veðráttufari, breytist afrakstur landsins jafnframt og ábúendur skipta á jörðinni. Hinar mannlegu athafnir og þekkingin sem þær grundvallazt á nú um stundir, verða með hverju ári mikilvægari þáttur í búnaðinum og ákveða að miklu leyti tegundir og magn framleiðslunnar. Landbúnaður norrænna þjóða er á þessu sviði engin undantekning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.