Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 36

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 36
366 FREYR vera baráttuaðili fyrir hönd bændastétt- arinnar um þau mál, sem varða bein hagsmunamál stéttarinnar og þó einkum um eftirtalin atriði: a) Að vera fulltrúi og framkvæmdar- aðili bændastéttarinnar um verðlág og Verðskráningu landbúnaðarvará, gagnvart Alþingi og ríkisstjórn og öðrum aðilum, sem um þau mál kunna að fjalla. b) Koma fram fyrir hönd bænda við samninga um kaup og kjör verkafólks til landbúnaðarstarfa, s. s. Ráðningarskrif- stofu landbúnaðarins og annars staðar, eftir því sem þörf krefur. c) Vera málssvari og samningsaðili bænda gagnvart öðrum stéttarfélögum og stofnunum og gæta í hvívetna hagsmuna þeirra. d) Hafa forystu um, að bændur beiti samtakamætti sínum, til að fá framgengt sameiginlegum kröfum þeirra í verðlags- og viðskiptamálum eftir því sem ástæður eru til á hverjum tíma. 3. gr. Hvert hreppabúnaðarfélag kýs tvo kjör- menn á sameiginlegan fulltrúafund í hverju búnaðarsambandi. Þar sem fleiri sýslufélög eru í sama búnaðarsambandi er stjórn sambandsins þó heimilt að láta hvert sýslufélag fyrir sig halda fulltrúa- fund. 4. gr. Stjórnir búnaðarsambandanna boða til þessara funda, samkvæmt 3. gr. Á fund- um þessum skulu kosnir tveir fulltrúar fyrir hvert sýslufélag til þess að mæta á aðalfundi Stéttarsambands bænda. Kosn- ing gildir til tveggja ára. Skulu fara fram hlutfallskosningar ef þriðjungur kjör- manna óskar þess. Búnaðarfélög kaup- staða hafa rétt til þess að senda fulltrúa á fund í aðliggjandi sýslu. Þó skal Búnað- arfélagi Vestmannaeyja heimilt að kjósa einn fulltrúa á aðalfund Stéttarsam- bandsins. 5. gr. Á kjörmannafundum skal, auk kosninga á aðalfund Stéttarsambandsins, ræða verð- lagsmál landbúnaðarvara og önnur hags- munamál bændastéttarinnar og gera á- lyktanir um þau mál, eftir því sem efni standa til. 6. gr. Stéttarsamband bænda skal halda aðal- fund í júní til nóvember ár hvert og auka- fundi þegar framkvæmdastjóri telur þurfa, eða þegar % hlutar Stéttarsambandsfull- trúa óska þess. 7. gr. Um kosningarétt og kjörgengi innan Stéttarsambands bænda gilda sömu ákvæði og um kosningu fulltrúa til Búnaðarþings. 8. gr. Aðalfundur Stéttarsambands bænda kýs 5 menn í framkvæmdastjórn til tveggja ára. Kjörgengir í framkvæmdastj órn eru aðeins þeir menn, sem stunda landbúnað eða gegna mikilvægum trúnaðarstörfum í þágu bændastéttarinnar að dómi aðal- fundar Stéttarsambandsins. Framkvæmda- stjórnin kýs sér sjálf formann. Aðalfundur er lögmætur ef % hlutar kjörinna fulltrúa mæta á fundinum. 9. gr. Framkvæmdastjórn fer með mál Stétt- arsambandsins milli aðalfunda. Eru á- kvarðanir hennar bindandi fyrir bænda- stétt landsins í þeim málum, er um getur í 2. gr. Framkvæmdastjórnin getur ráðið framkvæmdastjóra og ennfremur kvatt sér til aðstoðar fulltrúa frá framleiðslufélög- um bænda. Um einstök atriði fram-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.