Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 13

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 13
FRE YR 343 Þeir sœkja á miSin. um þessi síðustu ár. Er þetta jafn víst, þó draumar standi til enn stærri skerfa á þessu sviði, en þegar hafa stigin verið. Nú er það svo, að vér íslendingar höf- um staðið svo utan við hin stærri átök, að telja má, að við höfum sloppið flest- um grannþjóðum okkar betur. Vér guld- um þó hið mesta afhroð í mannláti — og er það harmsefni allra góðra manna. — • Á hinu leitinu blasir það við, að vér höfum borið meiri fjármuni úr býtum, úr þessum skiptum, en sennilega nokkur önn- ur þjóð í veröldinni. Þó vér teljum þjóð- arauð vorn nú í fölskum tölum, og verðum því að slá drjúgum af upphæðum þeim, sem þar eru taldar, haggar það ekki þeirri staðreynd að vér höfum, fjárhagslega séð, hagnast gífurlega á styrjöldinni. En hætt er við, að sá hagur hafi verið dýru verði keyptur. Sannanlega létum vér mjög fyrir hann í öndverðu, svo sem áður á bent. Og ókomið mun þó að öðrum skuldadög- um þessara mála. Virðast þó öll veður- merki benda til, að þeir séu skammt undan. Algengt er að heyra því haldið fram og þá undan því kvartað, — að fólkið flýi sveitirnar. Eru þær raddir ekki að rauna- lausu á lofti. Og nú heyrast og háværar raddir um að fjöldinn sé einnig að flýja miðin. Séu þær raddir sannar, — og trauðla mun rétt að efa þær að öllu, — virðist horfa þunglega um þjóðmál vor. Gróðurmagn moldar íslands, og miða þess, eru þeir hornsteinar, sem þjóðlíf íslend- inga hlýtur að hvíla á. Hér hlýtur því að vakna spurningin: Hver er ástæðan til þessa? Torvelt mun að svara þessu svo tæm- andi sé í fám dráttum. Nokkur atriði virð- ast þó blasa við, og verður hér freistað að benda á þau. Á það var áður bent, að íslendingar hefðu hagnazt fjárhagslega á liðnum ár- um. Tvennt er það, sem hefir orðið höfuð aflgjafar í þessu efni. Hið fyrra er góðæri. Um það verður ekki deilt, að síðastliðin ár hefir ært vel til lands og sjávar, þó nokkur munur sé að sjálfsögðu á því, frá ári til árs. Hitt verður þó, — a. m. k. að ytri sýn, — drýgra í skiptum, hve ágætu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.