Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 44

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 44
374 FREYR ákveða réttlátt verðlag á varningi hver sem er, þegar ekki verður notast við hinn gamalkunna mælikvarða, sem framboð og eftirspurn leggur á verðlagið. Þá skapast sami vandinn um verðákvörðunina, eins og sá er að höndum bar, um réttláta ákvörð- un almenns kaupgjalds, þegar að lögmáli framboðs og eftirspurnar, var þar vikið til hliðar, m. a. fyrir forgöngu verkalýðs- samtakanna. Þetta er allt sami vandinn, og hann er nú fyrir hendi hér, við ákvörð- un verðlags á innlendum landbúnaðaraf- urðum. Það er ekkert sérstakt vandamál hér aö ákveða verðlag á sjávarafurðum á inn- lendum markaði. Þær eru aðalútflutnings- varningur íslenzku þjóðarinnar, og megin- hluta þeirra verður að selja í önnur lönd og fyrir verð sem við íslendingar ráðum lítið eða ekkert yfir. Það, sem selt er á innlendum markaði er aftur á móti svo hverfandi lítið brot af heildarframleiðslunni, að það er útilokað að verð á því geti nokkru megnað til lang- frama um lagfæringu á fjárhag sjávarút- vegsins, ef það sem út er flutt, seldist nokk- uð að ráði undir framleiðsiukostnaði. Það kemur því af sjálfu sér að innlenda mark- aðsverðið hlýtur í aðalatriðum að ákvarð- ast af útflutningsverðinu. Sjávarafurðir okkar eru heimsmarkaðs- vara og á þeim skapast heimsmarkaðsverð. Vandi þjóðfélagsins gagnvart sjávarútveg- inum, er fyrst og fremst sá að búa þannig í haginn fyrir hann heima fyrir, um vinnu- laun, verðlag og aðstöðu alla, að hann geti verið samkeppnisfær á erlendum mörkuð- um. Hvernig við leysum þann vanda er vissulega aðalmælikvarðinn á það hvort okkur tekst að skapa hér heilbrigt atvinnu- og fjármálalíf. Og vitanlega geta ráðstaf- anir í sambandi við það orðið að grípa inn í allt innlent atvinnulíf. Það, sem hér hefir verið sagt um ís- lenzkan sjávarútveg, gildir í aðalatrið- um einnig um danskan landbúnað þar í landi. Vegna þess hve Danmörk er fram- úrskarandi vel til landbúnaðar fallin, hefir atvinnuþróunin þar orðið sú, að aðalút- flutningsverðmæti þjóðarinnar koma frá landbúnaðinum, enda er hann undirstaða- an í dönskum þjóðarbúskap. Það kemur því einnig af sjálfu sér að innlenda verð- lagið á dönskum landbúnaðarvörum, á- kvarðast algjörlega af útflutningsverði sömu vara, á sama hátt og af sömu ástæð- um og sjávarafuröum hér á landi. Verðskráning landbúnaðarvara á inn- anlands markaði er þar því ekkert sér- stakt vandamál. Um Svíþjóð og Noreg er öðru máli að gengna, og svipaðra því, sem hér gerist. í þessum þrem löndum er sú skoðun ríkjandi, að þar sé hæpið að ætla sér að framleiða landbúnaðarvörur til útfiutn- ings svo neinu nemi. (Ég hefi að vísu ekki sannfærst um það enn, að ísl. landbúnað- ur geti ekki aftur orðið samkeppnsfær á erlendum markaði i ýmsum greinum, þeg- ar búið er að koma jafnvægi á verðlagið, og þar á meðal framleiðsla sauðfjár- afurða. En ég ræði það ekki frekar hér). í Svíþjóð og Noregi er það samt sem áður ríkjandi skoðun, að sjálfsagt sé að framleiða þar landbúnaðarvörur til neyzlu innanlands, eftir því sem unnt er til þess, að þjóðin verði sjálfri sér nóg á því sviði og ég ætla að ganga út frá því að sams konar skoðanir séu ríkjandi hér. Ég tel að minnsta kosti, allt annað svo mikla fjar- stæðu, að ég leiði hest minn frá því hér, að rökræða við þá sem kynnu að vera þeirrar skoðunar, að íslenzku þjóðinni væri það hollara að flytja inn sem mest af þeim landbúnaðarvörum sem hún þarfn- ast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.