Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 47

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 47
FRE YR 377 vörur sínar, er tryggði þeim að meðaltali, svipaða fjárhagsafkomu og öðrum alþýðu- stéttum landsins. Og það sem orsakaði hina almennu á- nægju meðal bænda yfir niðurstöðu sex- mannanefndarinnar, var það að viður- kenning hafði fengizt af hálfu fulltrúa neytenda og ríkisins, fyrir verðlagi á land- búnaðarvörunum, er þeir töldu sig geta við unað, en ekki af því, að þeir álitu að hér væri um neinar náðargjafir eða ofrausn að ræða af hinna hálfu. Bændur voru orðnir það langþreyttir á hinu sífellda nöldri og eftirtölum af hálfu neytenda vegna þess er greitt var fyrir landbúnað- arvörurnar, og ásökunum um okur og rang- sleitni í viðskiptum, að þeir fögnuðu því innilega að sætt skyldi hafa tekizt um niðurstöðuna. Og þeir væntu þess að sú sætt yrði ekki aðeins pappírsgagn eða dægurfluga. Ég ætla ekki hér að fara út í það hvernig þessi sætt hefir verið haldin í einstökum atriðum. En það vil ég fullyrða, að fæstir bændur hefðu búist við því á fyrsta ári þessarar löggjafar, að ekki liðu full tvö ár áður en að henni hefði verið gjörsamlega kollvarpað, og verðlagsvaldinu með öllu svipt úr höndum bændasamtakanna. Það er víst að bændur óskuðu ekki eftir því, eins og þá var komið, að hverfa aftur til þess skipulags er á sínum tíma var sett um þetta efni í afurðasölulögunum. En með búnaðarráðslöggjöfinni var þó farið langt aftur úr hinu eldra fyrirkomu- lagi. í verðlagsnefndum afurðasölulaganna áttu félagssamtök bænda 2 fulltrúa af 5, og ríkisstjórnin 1. Með búnaðarráðslögun- um fengu félagssamtök bænda engan full- trúa en ríkisstjórnin alla. Hvað er framundan? Það er örðugt að sjá langt fram í tím- ann. Það er þó víst, að núverandi ástandi í málum þessum, unir enginn bóndi til frambúðar, sem hefir nokkurn snefil af metnaði fyrir hönd stéttar sinnar, eða læt- ur sig nokkru skipta framtíðarhagsmuni hennar. Sú krafa er bændastéttin hlýtur að gjöra til þings og þjóðar, er það, að hún fái sjálf að ráðstafa framleiðsluvörum sín- um, og sjálf að segja til um fyrir hvaða verð þær skuli seldar. Á meðan að svo er háttað, að ekki er unnt að leggja út- flutningsverð til grundvallar á innlendum markaði, þannig að nauðsynlegt þykir að „semja“ um eða ákveða sérstakt söluverð innanlands, er það krafa bændastéttar- innar, að fulltrúar, er hún ræður, standi að þeirri ákvörðun eða samningum fyrir hennar hönd. Um hitt ætti ekki að þurfa að efast að bændastéttin mundi fús til slíkra samninga á sama hátt og sexmannanefndar samningana, er ekki voru annað en samningsgjörð, um verðlag landbúnaðarafurðanna. En þó að ég telji að bændastéttin muni verða fús til samn- inga, er ég sannfærður um að hún hopar aldrei frá þeim grundvelli, sem á sínum tíma var lagður í sexmannanefndar-lög- gjöfinni, að bændum verði við verðákvörð- unina, tryggð svipuð fjárhagsafkoma og öðrum starfstéttum þjóðfélagsins. Frá því marki má hún ekki þoka, og mun ekki þoka héðan af. Þar með er ekki sagt að allar þær undir- stöðutölur sem reiknað var með við verð- ákvörðun sexmannanefndarinnar 1943, skuli að eilífu óbreyttar standa. Það virðist ekki nema eðlilegt og rétt- mætt, að hin bætta búnaðarafkoma, sem fram kynni að koma við aukna ræktun, aukna tækni, bættar samgöngur, bættan bústofn, betri vöruverkun og betra skipu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.