Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 18

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 18
348 FRE YR aöurinn getur framleitt, beri að skapa innanlands. Að öðru leyti er það hlutverk sambands- ins að gæta hagsmuna einstaklinga og fé- laga þeirra, sem hafa verkefni landbúnað- arins með höndum. Starfsleiðir þær, sem farnar eru til þess að ná hinum ýmsu markmiðum, eru að sjálfsögðu breytilegar eftir því hvaða verkefni eru til meðferðar, og á nokkrar skal drepa hér. í fyrsta lagi er það verzlunin með bú- vörur, sem bændurnir hafa af mörkum að láta, og kaup þau sem gera þarf vegna heimilis og búrekstrar. Þessi viðskipti eru falin verzlunarsam- tökum bændanna í þeim mæli sem ástæð- ur leyfa. Verðlag búvaranna er dagskrármál á hverjum tíma, en á vegum bændanna er R. L. F., ásamt verzlunarfyrirtækjum bænd- anna, samningsaðili þegar ákveða skal markaðsverð. Þegar svo ber undir, að ekki næst samkomulag um verð búvar- anna, getur R. L. F. tekið til sinna ráða á öðrum grundvelli. Miðstjórn Landssambandsins skal á hverjum tíma, eftir fremsta megni, styðja hvers konar félagsstarfsemi landbúnað- arins. Bezti árangur þessa hlutverks hefir fengizt með samstarfi R. L. F. í sambandi við framleiðslufélögin. Ennfremur styður R. L. F. ungmennafélög og ungmenna- sambönd sveitanna, upplýsingastarfsemi þeirra og athafnir á sviði búverka-sam- keppni. Ennfremur leitast það við að efla tækni og hagkvæmar starfsaðferðir við landbúnaðarframkvæmdir. Þá má og geta þess, að Landssambandið styður ýmsar félagsframkvæmdir, og brýn- ir fyrir meðlimum sínum að varðveita menningararf sveitanna og að prýða heim- ilin og landið. Og svo hefir það sitt eigið málgagn — stórt blað. í stuttu máli sagt. Verkefnin eru mörg og alls staðar er unnið á grundvelli samn- inga, en bresti grundvöllur þeirra, þá er hlut bændanna, sveitanna og stéttarinn- ar, haldið til streitu með baráttu fyrir mál- staðnum. ★ Því verður ekki neitað, að fyrstu starfs- árin hlutu félagssamtök þessi nokkurn mótvind innan stéttarinnar. Félagsskap- urinn var og er stéttarfélag bændanna, en bændurnir höfðu ætíð litið allan stéttar- félagsskap hornauga. Jafnvel þó að á- kvæðin um stéttarbaráttu væru óákveðin í upphafi þá voru þeir margir, sem hnutu um þau af ótta við, að félagsákvæðin gripu fram fyrir hendur einstaklingsframtaks- ins. Innan bændastéttarinnar voru þá líka rammar togstreitur um hagnýtingu mark- aða. Þeir sem bjuggu næst bæjunum vildu sitja einir að markaði og ekki styðja þann málsstað, sem mælti með því að greiða markaðsleiðir hinna, er bjuggu í strjál- býlinu, fjarri bæjum og borgum og þörfn- uðuzt þess að léttur væri flutningskostn- aður á vörum þeirra. Smátt og smátt slípuðust agnúar og broddar og nánari samvinna tókzt. Árið 1930 voru meðlimir í R. L. F. 20 þúsundir, en 1945 voru þeir 175 þúsundir. Með hverju ári sem líður eru þeir fleiri og fleiri inn- an bændastéttarinnar sem viðurkenna, að þessi félagsskapur — þetta stéttarsamband bændanna — er ómissandi aðili í uppbygg- ingu þjóðfélagsins. Án hans væri enginn sá, er héldi á hlut bændastéttarinnar og túlkaði málstað hennar, en slíkt er nauð- synlegt á sama hátt og í svipuðum mæli og aðrar stéttir gera. Skapast þá jafn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.