Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 27

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 27
FREÝR 357 barn; og það sárnaði honum mest af öllu. Hann hataði tóbak af öllu hjarta; en á- fengi elskaði hann öllu öðru fremur. Hann neytti daglega tveggja glasa (lítið snaps- glas) af léttu víni, nema á hátíðum og tyliidögum þá urðu þau oft fleiri. Varð hann þá kátur mjög, og gleðin og ánægjan geislaði út frá þessu brosandi, 32 ára barnsandliti. Þegar stríðið skall á í sept. 1939, og ég hugði til heimferðar, kvaddi Prinz Dáum- ling mig með tárvotum augum, og lét þá ósk sína í ljósi, að hann mætti fara með mér til íslands — til Akureyrar. Þann stað dáði hann mjög eftir að hafa séð myndir þaðan, hjá mér. Hann óttaðist að verða kallaður til herþjónustu. Ég reyndi að telja kjark í hann; en þá sagði hann allt í einu: Já þú þarft ekkert að óttast. Ef ég væri eins stór eins og þú, þá væri ég heldur ekki smeikur við neitt. ★ í júní 1942 frétti ég síðast af Prinz Dáumling. Ég fékk bréf frá vini mínum Adanos, sem gladdi mig mjög mikið, því að þar stóð m. a.: „Ég hitti litla Prinzinn okkar í gær. Hann var hinn kátasti enda orðinn sannfærður um, að hann muni ekki verða kallaður í herinn. Hann spurði mig, hvort ég vissi nokkuð hvar „Eifel-turninn frá Akureyri" væri. Honum hefir ekkert farið aftur, og allra sízt í listinni, því að stöðugt heillar hann áhorfendurna með sínum „Parademarsch". Jóhann Svarfdœlingur. focHjk licnjaclcttii- G I FTI ST Eiginlega hefst undirbúningurinn fyrir giftinguna strax eftir fermingaraldur. Það er að minnsta kosti sérkenni józku bónda- dótturinnar, að hún situr ekki auðum höndum né eyðir tímanum í pukur og prjál. Þegar störfum dagsins er lokið tekur hún sauma sína eða prjóna, annaðhvort sjálfri sér eða öðrum til gagns. Hún lærir snemma að bæta og sauma fatnað sinn, og ef tök eru á sækir hún námskeið á saumastofu einn vetur að minnsta kosti, til þess að fullnuma sig í þeirri handiðn, en fremst allra slíkra starfa hvílir þó á herðum hennar sú sjálfsagða skylda að þjóna sjálfri sér, og það er keppikefli að gera það svo vel að sómi sé að. Að þessum störfum frágengnum verður þó oftast einhver tími aflögu, einkum að vetrinum, og er hann þá helst notaður til listsauma. Frá árunum eftir fermingu á bóndadótt- irin sófapúða, borðdúka og ýmsa aðra muni, sem hún hefir varið dögum og mán- uðum til þess að fullgera. Þegar hún er um tvítugt fer hún í al- þýðuskólann eða hússtjórnarskólann eða jafnvel hvorutveggja. Þar lærir hún ekki aðeins réttritun og reikning, ásamt öðru bókviti. Mest kapp leggur hún ef til vill á það að læra að búa til mat og svo hann- yrðir. Þegar saman fer iðni og handlagni get- ur hún einnig lært þar fínan útsaum og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.