Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 58

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 58
388 FRE YR ar fyrir lítrann og til bænda á félagssvæði Flóa- búrins 125,6 (117,8) aurar fyrir lítrann. Mjólkur- framleiðendur á félagssvæði Akureyrarbúsins fengu kr. 131,0 (122) aura. framleiðendur á félagssvæði ísafjarðarbúsins 123,8 (123) aura, og framleiðend- ur á félagssvæði mjclkurbúsins á Sauðárkróki fengu 109,3 (92,5) aura. Var þetta verðið, sem framleiðendur fengu fyrir mjólkina komna til bú- anna. Sölumjólk búanna nam 13 516 (12 293) þús. lítrum. Þar af seldu mjólkurbúin á verðlagssvæði Reykjavíkur og Hafnarfjaarðar 11 181 (10 346) þús. lítra. 6 (6) mjólkurbúanna framleiddu á árinu 95,0 (117,6) tonn af smjöri, 343,0 (341,2) tonn af ostum, 778,2 (740,8) tonn af skyri og 565,8 (515,6) þús. lítra af rjóma. Mjólkurbúið á ísafirði fram- leiddi sama og engar mjólkurafurðir og mjólkur- búið í Hafnarfirði framleiddi aðeins skyr. — í byrjun októbermánaðar var ákveðið að hefja skömmtun á mjólk til neytenda í Reykjavík og Hafnarfirði, aðallega til að tryggja það, að börn fengju nægilega mikla mjók. Skömmtunin reynd- ist óþörf og stóð ekki nema fáar vikur. Eggjaverðið var álíka hátt og árið áður. í janúar var hámarksverð á eggjum í heildsölu kr. 16,00 á kg., síðan kr. 13,65 til aprílloka. Þá lækkaði það í kr. 10,75 og hélzt svo til júlíloka. í mánuðunum ágúst— október var það kr. 13,25, en síðan kr. 16,00 til ársloka. Hámarksverð eggja í smásölu var 16—24% yfir heildsöluverðinu. Lengi framan af ár- inu var eggjaframleiðslan minni en eftirspurnin, en síðustu mánuði ársins var framboðið á eggjum nægilegt til að fullnægja þörfinni á þeim. Jarðabótastyrkur, útborgaður 1945 fyrir jarða- bætur mældar á árinu 1944, var greiddur með 170 (150)% dýrtíðarupþbót og nam þá alls 1383 (747) þús. kr. Styrksins nutu 2 839 (2363 jarða- bctamenn í 227 (210) búnaðarfélögum. Styrkur úr Nýbýlasjóði til jarðabóta 'nam 133 (162) þús. kr. Lán úr opinberum sjóðum, sem veitt voru á árinu til bygginga í sveitum, námu 485 (369) þús. kr., en óafturkræfir styrkir 233 (385) þús. kr.“ Eins og séð verður af framangreindu, er hér um að ræða hagfræðilegt yfirlit sem gefið er frá ári til árs. Verða skýrslur Landsbankans þannig góð heimildarrit um afkomu búnaðarins og annarra at- vinnuvega í landinu. Bókin er Landsbankanum og höfundi hennar, Klemensi Tryggvasyni, til sóma, og lesendunum gagnlegt rit og fróðlegt. Jólasveinninn á forsíðu kápunnar er sveita- drengurinn: Jóhann Svarfdœlingur. Leiðrétting. í síðasta blaði Freys hefir tala brenglast á bls. 306, þar sem cagt er að Jcsef J. Björnsson haíi gengt starfi til 1943, er hann varð 75 ára. Þar á að standa 1934 í stað 1943. í grein Guðmundar Gíslasonar um garnaveiki í sauðfé í september og októberheftunum hefir orð- ið bagalegur ruglingur á línum á tveim stöðum. Á bls. 248 í fremra dálki er brenglað 2. og 3. línu að neðan, og á bls. 292 í aftara dálki milli 11. og 12. línu að ofan eru felldar niður 4 línur og fluttar aftur á bls. 293 í aftari dálki milli 11. og 6. línu að neðan. Þetta veldur því, að lesmálið í kring verður óskiljanlegt, nema leiðrétt sé. ★ Karíöflumat. í tilefni af að blaðinu berast við og við fyrir- fyrirspurnir um mat kartaflna og í hvaða flokk þetta eða hitt kartöflu-afbrigði skipizt, skal á það bent, að leiðbeiningar varðandi þessi efni er að finna í bæklingi þeim, er verðlags- og matsnefnd garðávaxta gaf út árið 1944. Hann heitir: KARTÖFLUR, — leiðarvísir um flokkun og mat þeirra. Var hann sendur for- mönnum búnaðarfélaganna til dreifingar og má ætla að ýmsir þeirra hafi ef til vill nokkur eintök liggjandi ennþá. ★ Bása-feldir. Það hefir víða valdið erfiðleikum að útbúa fjós- bása þannig, að þeir séu í senn hlý og mjúk bæli fyrir nautpeninginn. Fregnir fara af því að nú sé verksmiðja ein í Ameríku farin að búa til „undirsængur“ handa kúm. Eru það gúmmfeldir, sem lagðir eru í bás- ana. Svo er sagt að rannsóknarstofnanir hafi próf- að gæði og endingu þessarar framleiðslu og telji að hér sé um að ræða nýjung, er betur muni reynast til nefndra þarfa en nokkuð annað, sem áður hefir verið prófað í sama tilgangi. Ekki fylgir það fregninni hvað feldurinn kostar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.