Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 23

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 23
FREYR 353 DÁUMLING Föstudaginn 7. janúar 1938 stóðum við, ég og félagi minn Adanos, á aðaljárnbraut- arstöðinni í Hamborg, og biðum eftir Brem- en-lestinni. Við höfðum aðeins beðið í þrjár mínútur, er lestin kom og staðnæmdizt, másandi og blásandi. Við flýttum okkur „um borð“ og vorum svo heppnir að ná í tóman klefa. Lestin þaut af stað. Við sátum þarna í mjúkum fjaðrasætum, horfðum út um gluggann, dáðum náttúrufegurðina og veðurblíðuna, og við vorum sammála um, að okkur liði þarna eins vel, eins og værum við hreinræktaðir greifar. „Ég er sannfærður um, að þetta verður láns för“, mælti Adanos allt í einu. „Það vona ég sannarlega að verði“, svar- aði ég; enda fór ég þessa ferð, til að undir- skrifa atvinnu-samning við firmað Siebold í Bremen, — sem ég.síðar starfaði hjá fram að stríðsbyrjun, — en félagi minn Adanos ætlaði að verða mér til aðstoðar. Hann sagði, eins og satt var, að ég væri ekki nógu veraldarvanur til að standa einn og hjálp- arlaus í slíku, og þar að auki skelþunnur í þýzkunni, — enda nýkominn til landsins. Adanos varð sannspár. Ágætis samningar tókuzt á milli okkar hr. Siebold. Frú Sie- bold lék húsmóður-rulluna svo glæsilega og töfrandi, að vinur minn Adanos varð — að mér fannst — um of heillaður. Heimasætan minnti mig á vestfirzka bóndadóttur, hún var há og fönguleg, með mikið skolbrúnt hár, og dökkblá dreym- andi augu. Nú varð það ég, sem varð heill- aður. Eftir einn mánuð átti ég að inn- Jóhann Svarfdœlingur, með minnsta mann heims- ins — Prinz Daumling — á lófa sínum. skrifast í nýju vistina. Vonandi yrði þessi mánuður nú ekki alltof lengi að líða. Úr þessum draumórum vaknaði ég við, að hr. Siebold sagði: Nú skulum við bregða okkur til Delmenhorst, (þ e. þorp ca. 20 km. frá Bremen) og heilsa upp á vin minn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.