Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 40

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 40
370 FRE YR Svíþjóð meiri íhlutun um verðlag land- búnaðarvara, sem annars verðlags og vinnulauna, en íslenzka ríkisvaldið hér. Og það eymir að sjálfsögðu af því enn. Þrátt fyrir það færizt þar allt í frjálslynd- ara horf í þessum efnum. Því til sönnunar skal hér getið verðlagsákvörðunar þeirrar á landbúnaðarvörur er þar gildir nú. Hún er þannig tilkomin að á fyrrihluta síð'ast liðins vetrar kom upp megn óánægja með- al sænskra bænda, vegna hins lága land- búnaðarvöruverðs. Báru þeir fram almenn- ar og rökstuddar kröfur um bætta afkomu, og fylgdu þeim svo fast eftir, að þeir tóku að búa sig undir almenna sölustöðvun, þ. e. „framleiðsluverkfall“ ef kröfum þeirra væri í engu sinnt. Hvað gjörði nú ríkis- stjórnin þar? Hún hafði í höndunum lög- gjöf frá stríðsárunum, sem veitti henni úrskurðarvald í þessum efnum. Beitti hún þeim þannig að skipa þessum málum með einhliða valdi af sinni hálfu? Nei. Hún fór öðruvísi að. Hún gekk til samninga við fulltrúa frá bændasamtökunum. Félagsskapur sænskra bænda er mjög umfangsmikill og á margan hátt vel skipu- lagður. Sú veila er þó með honum, að heildarsamtökin eru tvenn án skipulegs sambands sín á milli, og starfa bæði að ýmsum sömu málunum. Þau hurfu því að því ráði að sam- eina kraftana og tilnefndu sína sex fulltrúana hvort, er síðan gengu saman til samninga við fulltrúa frá ríkisstjórn- inni. Samningum þessum lauk síðan með fullkomnu samkomulagi af beggja hálfu, um grundvöll, er landbúnaðarvöruverðið skuli byggjast á fyrst um sinn. Það er sannarlega vert fyrir okkur að veita því athygli, að sú lausn er Sví- arnir hér gripu til í verðlagsmálum land- búnaðarvaranna hjá sér, er í eðli sínu al- veg hin sama og við íslendingar gripum til á stríðsárunum með skipun „sexmanna- nefndarinnar“ ■— þó að sjálft fulltrúavalið væri með nokkuð öðru sniði. Og það sem þó er ennþá eftirtektaverðara, er hitt, að Svíar virðast ganga útfrá sömu forsend- um í ákvörðun landbúnaðarvöruverðsins, og gjört var hér með löggjöfinni um sex- mannanefndina. Þetta kemur greinilega fram í álitsgerð nefndar, er skipuð var í Svíþjóð árið 1943 til að athuga landbúnaðarmálin og land- búnaðarframleiðsluna frá hinni þjóðhag- fræðilegu hlið, og að gjöra tillögur um framtíðarstefnu í þeim málum. Nefnd þessi var skipuð mörgum sérfróð- um mönnum um atvinnu- og þjóðhagsmál, og skilaði hún ýtarlegu nefndaráliti að loknu starfi. Nokkur aðalatriði í niðurstöðum nefnd- arinnar eru sem hér segir: 1. Svíar geta ekki vænst þess að land- búnaður þeirra geti verið samkeppnisfær við þau lönd álfunnar sem bezt hafa skil- yrði til framleiðslu landbúnaðarvara og því ekki þess að vænta, að hann þoli það verð- lag er þau skapa á alþjóðamarkaði. 2. Þrátt fyrir það er sænsku þjóðinni það lífsnauðsyn, að svo mikið sé framleitt af landbúnaðarvörum í Svíþjóð, að þjóðin geti verið sjálfri sér nóg í þeim efnum eftir því sem unnt er. 3. Til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að þjóðfélagið tryggi sænskum landbúnaðarmönnum það verð fyrir fram- leiðslu sína, er veiti þeim sambærilega af- komu við aðrar stéttir þjóðfélagsins. (Sjá: Princip betankande frán 1942 árs jord- brukskommission). Til þess svo að afla þekkingar um hvaða verðlag sé nauðsyn- legt á hverjum tíma til að fullnægja þessu grundvallaratriði, er ætlast til að komið sé á og starfrækt fullnægjandi búreikn- ingakerfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.