Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 29

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 29
FRE YR 359 séu gó5, þá rúma stofurnar ekki svo mikið margmenni. Til þess að þetta geti orðið þarf brúð- kaupið helst að fara fram að sumrinu, því að þá er húsrúm mest áður en uppskeru er bjargað, og tími til undirbúnings fyrir brúðkaupið er beztur áður en uppskeru- störfin byrja. Og þá er svo auðvelt að afla allra þeirra blóma, grænna greiná og annars, sem sótt er í ríki náttúrunnar — oftast í blómagarða og aldingarða heimil- isins og grannanna — til þess að skreyta með því borð og veggi veizlusala. Sjálft veizluborðið er sannkallað lista- verk þegar það er fullbúið með fánum og skrauti, blómum og grænum blöðum, enda hafa vinir og kunningjar af næstu bæjum unnið að því í félagi í marga daga og næt- ur að safna því sem til þessa þurfti. Hafa ungir menn og meyjar ekki talið eftir sér að vinna að þessu og afrek þeirra eru ekki aðeins í veizlusal heldur og í kirkjunni, sem skreytt er blómum á stólbríkum, grænir sveigar hanga á veggjum og í lofti, og blómum er stráð á gólfið. Að mörgu þarf að hyggja. Þess vegna getur eitt eða annað gleymst, en til þess að sjá um að slíkt hendi ekki og að ekkert vanti, er feginn sérstakur maður — veizlu- stjóri — sem annast gestaboð, sér um að allt fari virðulega fram og að enginn verði útundan við veizluhöldin. Klukkan 12 á hádegi borðar fjölskyldan hádegisverð, en kl. 2—3 fer athöfnin fram í kirkjunni. Að lokinni hjónavígslu fara brúðhjónin á undan gestum úr kirkju, en staðnæmast í kirkjudyrum og mega ekki víkja þaðan fyrr en allir viðstaddir hafa óskað þeim allra heilla með handabandi. Liggur svo leiðin til heimilis brúðinn- ar, en þar fara veizluhöldin fram. Þó gleymist ekki að fara til myndasmiðsins Undir borðum í prýddum veizlusal. og láta hann taka ljósmynd af brúðhjón- unum í öllu skartinu. Áður en þau koma heim hefir verið séð um, að öllum gjöfum sem borizt hafa, og hægt er að hafa í húsum inni, sé raðað á borð og tekur það nú nokkurn tíma að losa umbúðir og draga munina fram í dags- ljósið. Þar eru munir úr silfri og gulli, borðbúnaður úr postulíni og steini eða gleri, vasar og skálar, lampar og ljósa- stjakar, teppi og áklæði og hvað það nú heitir allt saman, sem uppfyndingasemi gefendanna hefir inn-blásið þeim, að gagni gæti orðið eða til gamans á hinu nýstofnaða heimili. Húsgögnin eru brúð- argjöf frá foreldrum brúðinnar — heim- anmundur, sem talinn er sjálfsagður ef
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.