Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 33

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 33
FRE YR 363 fósturland og æskuslóðir, finnur til líkt og hann væri að kveðja ættingja og vin í hinzta sinn. Enginn þarf að kenna í brjósti um hest- ana eða hafa áhyggjur af líðan þeirra, hvorki í skipinu eða eftir að þeir eru komnir til hinna nýju heimkynna. Þrír til fjórir hestar standa saman í rúmum — og loftgóðum stíum. Þar er nóg af grænu og góðu heyi og skjóla með vatni handa hverjum hesti. Gæzlumaður er fyrir hverja 25 hesta og dýralæknir fylgist með líðan þeirra. — Ferðin gekk líka vel. Eftir fjóra daga voru hrossin komin til Póllands. Að- eins 2 þeirra veiktust, hvort tveggja hryss- ur; önnur af fósturláti, en hin af júgur- bólgu. Báðar voru læknaðar með súlfa- lyfjum. — Þegar til Póllands kom var hrossunum útbýtt milli smábænda, sem fóðra og hirða þau vel, temja þau og nota við jarðyrkjustörf og keyrslu. Að mörgu leyti getum við því verið á- nægð með það hlutskipti, sem þessi hross hljóta og óskað þeim til hamingju og langra lífdaga, — en við vitum af reynslu, að geysisterkur þáttur í tilfinningalífi hestsins er heimþráin. Hún spyr ekki um aðbúnað og umhyggju. — Máltæki segir: „Þangað leitar klárinn, sem hann er kvaldastur“. — Á íslandi er það oftast fæðingarsveitin. — Þeir, sem dvelja lang- dvölum fjarri átthögum sínum, finna flestir til heimþrár. Þeir, sem erlendis dvelja, þjást iðulega af henni, jafnvel þótt þeir njóti meira öryggis og efna, en þeir geta vænst heima á íslandi. — Heimþráin er eins og andlegt teygjuband, sem togar þeim mun fastar, sem lengra er farið og meira stríkkar á bandinu. — Af þessum ástæðum fann ég til, þegar ég kvaddi hestana um borð í stærsta skipi, sem kom- ið hefir á Reykjavíkurhöfn, þ. 22. sept. s.l. en atvinnu- og viðskiptalífið spyr ekki um hræringar tilfinningalífsins. Hross hafa ekki verið flutt út héðan síðan 1939, en fram að þeim tíma hafði árlega talsvert verið flutt út af þeim í nokkra áratugi. Hæpið er að við höfum nokkru sinni unnið eins óviturlega og illa að nokkrum málum og þessum út- Hestur, snaraður og mýldur af vönum mönnum. Síðustu íslenzku handtökin — eftir fá augnablik Handtökin eru ekki alltaf mild, en útskipunin tekur útlendingur við þeim brúna. þarf að ganga greiðlega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.