Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Síða 33

Freyr - 01.12.1946, Síða 33
FRE YR 363 fósturland og æskuslóðir, finnur til líkt og hann væri að kveðja ættingja og vin í hinzta sinn. Enginn þarf að kenna í brjósti um hest- ana eða hafa áhyggjur af líðan þeirra, hvorki í skipinu eða eftir að þeir eru komnir til hinna nýju heimkynna. Þrír til fjórir hestar standa saman í rúmum — og loftgóðum stíum. Þar er nóg af grænu og góðu heyi og skjóla með vatni handa hverjum hesti. Gæzlumaður er fyrir hverja 25 hesta og dýralæknir fylgist með líðan þeirra. — Ferðin gekk líka vel. Eftir fjóra daga voru hrossin komin til Póllands. Að- eins 2 þeirra veiktust, hvort tveggja hryss- ur; önnur af fósturláti, en hin af júgur- bólgu. Báðar voru læknaðar með súlfa- lyfjum. — Þegar til Póllands kom var hrossunum útbýtt milli smábænda, sem fóðra og hirða þau vel, temja þau og nota við jarðyrkjustörf og keyrslu. Að mörgu leyti getum við því verið á- nægð með það hlutskipti, sem þessi hross hljóta og óskað þeim til hamingju og langra lífdaga, — en við vitum af reynslu, að geysisterkur þáttur í tilfinningalífi hestsins er heimþráin. Hún spyr ekki um aðbúnað og umhyggju. — Máltæki segir: „Þangað leitar klárinn, sem hann er kvaldastur“. — Á íslandi er það oftast fæðingarsveitin. — Þeir, sem dvelja lang- dvölum fjarri átthögum sínum, finna flestir til heimþrár. Þeir, sem erlendis dvelja, þjást iðulega af henni, jafnvel þótt þeir njóti meira öryggis og efna, en þeir geta vænst heima á íslandi. — Heimþráin er eins og andlegt teygjuband, sem togar þeim mun fastar, sem lengra er farið og meira stríkkar á bandinu. — Af þessum ástæðum fann ég til, þegar ég kvaddi hestana um borð í stærsta skipi, sem kom- ið hefir á Reykjavíkurhöfn, þ. 22. sept. s.l. en atvinnu- og viðskiptalífið spyr ekki um hræringar tilfinningalífsins. Hross hafa ekki verið flutt út héðan síðan 1939, en fram að þeim tíma hafði árlega talsvert verið flutt út af þeim í nokkra áratugi. Hæpið er að við höfum nokkru sinni unnið eins óviturlega og illa að nokkrum málum og þessum út- Hestur, snaraður og mýldur af vönum mönnum. Síðustu íslenzku handtökin — eftir fá augnablik Handtökin eru ekki alltaf mild, en útskipunin tekur útlendingur við þeim brúna. þarf að ganga greiðlega.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.