Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 38

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 38
368 PRÉÝR BÚNAÐARRÁÐIÐ og verðlagsmál landbúnaðarins Formaður Búnaðarráðs, hr. Guðmundur Jónsson á Hvanneyri birti fyrir nokkru í Morgunblaðinu greinaflokk er hann nefnir: „Verðlag og framleiðslumál landbúnaðar- ins“, og sem fjallar um þau mál frá mörg- um hliðum. Það er ekki ætlun mín að ræða hér um framkvæmd þessara mála í höndum Bún- aðarráðs í einstökum atriðum. Það hefir þegar verið gjört af ýmsum, og nú ekki a'ls fyrir löngu af Páli Zóphóníassyni, al- þingismanni, i Tímanum. En það er sjálft skipulagið, sem ég vildi ræða nokkuð, og ýmislegt í sambandi við það, sem hr. G. J. drepur á í samanburði sínum á meðferð og ásigkomulagi þessara mála í nágrannalöndunum. Mér finnst frásögn hans gefa tilefni til þess, og þó máske ekki sérstaklega það sem hann segir, heldur öllu fremur, það sem hann segir ekki, en sem þó þurfti að koma fram, til þess að gefa rétta mynd af málinu, úr því að farið var að hreyfa því. VerSlagsákvörðun landbúnaðarvara á Norðurlöndum. Um hana segir hr. G. J. „að verðlag á landbúnaðarafurðum hjá þessum þjóðum sé algjörlega í höndum ríkisstjórnanna og verðlagsnefnda er þær skipa. Samtök bænda hafa hvergi í þessum löndum ein- ræðisvald í þeim efnum, en koma fram sem samningsaðili við verðlagsyfirvöldin“. Látum svo vera. En hér er þó ekki nema hálfsögð saga. Við þetta hefði gj arnan mátt bæta þeirri skýringu, að alveg hið sama gildir um verðákvörðun alls annars varn- ings, svo og vinnulauna. Þetta eru leifar af, og áframhald á því ástandi, sem komið var á í öllum þessum löndum á styrjaldarárunum, og gildir að miklu leyti enn. Þarna sem sé, hefir verið og er öllum gjört jafn hátt undir höfði. Þarna ríkir m. ö. o. ekki ósvipað fyrir- komulag, og hér var reynt að koma á með gerðadómslögunum 1942, til þess að vinna gegn yfirvofandi dýrtíð og verðbólgu. Og þá sýndu íslenzkir bændur sízt minni þjóðhollustu en aðrar stéttir í því að beygja sig fyrir þessari nauðsyn þjóðfélagsins. 'En þessi samanburður á aðstöðunni þar og hér, haltrar óneitanlega nokkuð mikið, þegar svo er komið, að vinnandi stéttir landsins eru orðnar, ekki aðeins sjálfráðir aðilar um kaup sitt og kjör, heldur og í reyndinni oft algjörlega herrar yfir þeim málum, allar nema bœndurnir. Þegar svo er ástatt, verða þeir ekki svæfðir við þá dúsu, — að þetta megi starfsbræður þeirra á Norðurlöndum sætta sig við. Þeg- ar að stétt þeirra er gjörð ómyndug um meðferð sinna mála, á sama tíma og aðr- ar stéttir þjóðfélagsins njóta þar óskoraðs fullveldis, eru þeir rangindum beittir, sem þeir geta ekki þolað og eiga ekki að þola. „Einrœðisvald“ í verðlagsmálum. Ekki veit ég hvort að niðurlag hinnar til- vitnuðu málsgreinar hr. G.J. um „einræðis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.