Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 56

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 56
386 FREYR verði mjólkur og mjólkurafurða, seldra á árinu, hefir ríkissjóður greitt 3 704 (3 890)*) þús. kr., en framlag hans til verðlækkunar á kjöti frá 15. september 1944 til pafnlengdar 1945 hefir numið 15 274 (11 120) þús. kr. Auk þess eru útgjöld vegna verðlækkunar á kartöflum. — Til. viðbótar þessum útgjöldum er skuldbinding ríkissjóðs samkvæmt of- angreindum lögum til að bæta framleiðendum kostnaðarauka vegna hækkunar kaupgjalds frá 15. september 1944 til jafnlengdar 1945, en á því máli er ekki enn fundin lausn. — í köflunum, sem koma hér á eftir, verður gerð nánari grein fyrir verðuppbótum og niðurgreiðslum ríkissjóðs. Kartöfluupskera ársins er talin hafa numið um 85—90 þús. tunnum, á móti 76 065 tunnum árið 1944 og 53 319 tunnum árið 1943 samkv.æmt bún- aðarskýrslum Hagstofunnar. Talsvert kvað að kart- öflusjúkdómum, en uppskeran var þó yfirleitt góð. Prá hausti 1944 til hausts 1945 flutti Grænmetis- verzlunin inn 12 700 tunnur af kartöflum frá Canada. Var kostnaðarverð þeirra, kominna í hús, 65—70 aurar á kg. Talið er, að kartöfluuppskeran þurfi að nema 1 tunnu á hvern íbúa landsins, til þess að komizt verði hjá innflutningi, og er þá áætlað, að allt að Vs uppskerunnar fari í útsæði. Samkvæmt landbúnaðarvísitölunni haustið 1943 skyldu framleiðendur fá 106 kr. fyrir hver 100 kg. af kartöflum, miðað við afhendingu á næsta markaðsstað, og varð ekki breyting á því verði haustið 1944. Hins vegar var verðið til framleið- enda hækkað tvisvar veturinn 1944—45, vegna geymslukostnaðar og rýrnunar. Heildsöluverð Græn- metisverzlunarihnar hélzt, þar til í ágúst 1945, óbreytt í 88 kr. á 100 kg., og sama er að segja um smásöluverðið, sem var kr. 1,10 á kg. Hér er miðað við 1. fl. kartöflur. í ágúst komu nýjar kartöflur á markaðinn. Hækkaði verðið þá mikið, en samkvæmt bráðabirgðalögum 2. ágúst 1945 skyldi verðlag á kartöflum, sem teknar væru upp fyrir venjulegan uppskerutíma, eigi hafa áhrif á framfærsluvísitöluna. Verð til framleiðenda fyrir 1. fl. kartöflur var um haustið ákveðið 116 kr. á 100 kg., miðað við afhendingu á næsta markaðs- stað. Samsvarandi heildsöluverð var 123 kr. á 100 kg., en ríkisstjórnin ákvað, að það skyldi, frá 1. október 1945, vera 88 kr., og smásöluverðið var frá- sama tíma kr. 1,10 á kg. Þetta verð hélzt óbreytt til ársloka. — Kostnaðurinn við, að kartöfluverð- inu var haldið lægra en samsvaraði verðinu til framleiðenda, fékkst að mestu greiddur með hagn- aði Grænmetisverziunarinnar á innfluttum kart- öflum. Talið er, að útgjöld ríkissjóðs á árinu vegna þessara ráðstafana muni nema 70 þús. kr. — Upp- skera ársins af rófum og næpum er áætlað 12 þús. tunnur, á móti 7 351 tunnu árið áður samkvæmt búnaðarskýrslunum. Hið opinbera hafði eins og áður ekki afskipti af verzluninni með þessar afurðir. Á Sámsstöðum var korni sáð í 8 (6,36) ha. lands, *) Svigatölurnar eru frá árinu áður, sé annars ekki getið. höfrum í 3 ha. og byggi í 5 ha. Uppskeran nam ekki nema tæplega 90 (120) tunnum og kom það til af því, að mjög óhagstæð veðrátta og fuglar spilltu uppskerunni, sem annars leit út fyrir að yrði um 20 tunnur á ha. Selt var sáðkorn frá Sáms- stöðum í 30—40 staði, alls í ríflega 30 ha. •— Gras- fræ var á Sámsstöðum ræktað í 1,6 (1,78) ha., og frætekjan varð 300 (700) kg. — Gróðurhúsarækt- un mun enn hafa farið vaxandi á árinu. Fjárpestirnar breiddust lítið út á árinu, en þær ollu sem fyrr miklu tjóni, og kvað þar einna mest að þingeysku mæðinni. í Mývatnssveit og í Bárða- dal austan Skjálfandafljóts var allt fullorðið fé, um 5000, skorið niður, og í staðinn fengin um 3400 lömb úr Norður-Þingeyjarsýslu. Allmikið var sett niður af nýjum girðingum til þess að hindra út- breiðslu á fjárpestunum. Útgjöld ríkissjóðs á ár- inu vegna fjárpestanna námu 2,8 (2,9) milj. kr., þar af uppeldisstyrkur um 0,9 milj. kr. og styrkur vegna fjárskipta 0,7 milj. kr. Slátrun sauðfjár var álíka mikil og árið áður. Samkvæmt lokaskýrslum var slátrað 379.392 (374.083) fjár, þar af 345.012 (335.693) dilkum. Meðalfkrokkþungi dilka var 13,85 (14,37) kg. Verð á kindakjöti i heildsölu og smásölu hélzt óbreytt þar til um miðjan ágúst, og samsvaraði það verð- inu til bænda samkvæmt landbúnaðarvísitölunni 1943, að viðbættum öllum kostnaði við slátrun og dreifingu og að frádregnum niðurgreiðslum rík- issjóðs. Um miðjan ágúst kom nýtt dilkakjöt á markaðinn og hækkaði þá heildsöluverðið úr kr. 5,75 í kr. 12,70 kílóið. Var það verð ekki greitt niður, enda var þá búið að ákveða með bráða- birgðalögum, að verð á kjöti af sauðfé, sem slátr- að væri fyrir haustslátrun, skyldi ekki hafa áhrif á verðlagsvísitöluna. Verðlagsnefnd landbúnaðar- arafurða byggði verðákvörðun sína um haustið á því, að bændur fenjgu kr. kr. 7,48 fyrir kg. af dilka- og geldfjárkjöti, en til frádráttar því verði skyldi þó koma verðjöfnunargjald (sjá síðar). Heildsöluverð á kjöti í 1. og 2. gæðaflokki var á- kveðið kr. 9,52 á kg., á kjöti í 3. gæðaflokki kr. 8,00, og enn lægra á ærkjöti og hrútakjöti. Verð á saltkjöti var greitt niður úr verðjöfnunarsjóði með kr. 1,27 á kg. og var verðið í heildsölu ákveðið 825 kr. tunnan (100 kg.). Smásöluverð á dilka- og geldfjárkjöti (súpukjöti) var ákveðið kr. 10,85 á kg. Ríkisstjórnin ákvað að hætta að greiða niður kjötverðið með þeirri aðferð, sem notuð hafði verið til þessa, og voru 29. september 1945 sett bráða- birgðalög um nýja tilhögun þessara mála. ■— Framlag ríkissjóðs til verðhækkunar á kjöti ársins 1943, sem selt var innanlands, hefir sam- kvæmt lokaskýrslum numið 11.120 þús. kr., en nið- urgreiðslur á kjötframleiðsluna 1944 námu 15.274 þús. kr. Af kjötframleiðslu 1944 voru 5.195 (4.820) tonn seld innanlands — þar af 220 (243) tonn til setuliðsins — en 263 (1.672) tonn af freðkjöti og 179 (0,4) tonn af saltkjöti voru flutt úr landi. Samn- inganefnd untanríkisviðskipta annaðist sölu á og áður. Verðuppbót úr ríkissjóði á útflutt kjöt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.