Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 57

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 57
PRE YR 387 ársins 1944 nam 1.648 (6.688) þús. kr. Talið er líklegt, að allt kindakjöt ársins 1945 seljist innan- lands. Verða ekki greiddar verðlagsuppbætur á það kjöt, sem kynni að verða flutt út. Verðlagsnefnd landbúnaðarafurða ákvað að leggja verðjöfnunar- gjald, kr. 1,50, á hvert kg. kjöts, er seldist innan- lands, til hækkunar á verði útflutts kjöts upp í innanlandsverðið. Ef allt kjötið selst innanlands, þá fá bændur um kr. 7,50 fyrir kg. af dilka- og geldfjárkjöti, en fari allt verðjöfnunargjaldið til að bæta upp útflutningsverðið, fellur verðið til bænda niður í 6 kr. — Flutt voru út á árinu 263 1.696 tonn af frystu kindakjöti, að verðmæti 1385 (8639) þús kr. og 1787 (2164) tunnur (100 kg.) af saltkjöti að verðmæti 804 (914) þús kr. Freð- kjötið fór allt til Bretlands, en saltkjötið fór til Noregs sem gjöf frá íslendingum, keypt fyrir fé, sem kom inn við landssöfnunina til hjálpar Norð- mönnum og Dönum. — í árslok voru birgðir 3.820 (3.212) tonn af freðkjöti og 304 (364) tonn af saltkjöti. Ullarframleiðsla áranna 1943, 1944 og 1945 var enn óseld í síðustu árslok. Hafa tilraunir til að selja hana verið miðaðar við það, að skuldbinding ríkissjóðs til að greiða uppbætur á ull áranna 1943 og 1944 hefðu sem minnst útgjöld í för með sér fyrir hann. Bændur eiga að fá meðalverð kr. 8,50 fyrir kg. af þessari ull, en þar við bætist geymslu- kostnaður o. fl. — Á árinu voru flutt út 44,5 (0) tonn af ull og lopa, að verðmæti 705 þús. kr., þ. a. 25 tonn fyrir 480 þús. kr. til Danmerkur og 19,5 tonn fyrir 225 þús. kr. til Noregs. — Gœru- framleiðsla ársins 1944 var seld til Bandarikjanna, án milligöngu Samninganefndarinnar, og var verðið álíka og fékkst fyrir gærur ársins 1943. Uppbót úr ríkissjóði á útfluttar gærur af fram- leiðslu ársins 1944 nam 2 774 þús. kr. — í árslok 1945 var búið að selja og flytja út til Danmerkur nokkuð af gæruframleiðslu þess árs, og var verðið allmikið hærra en áður hafði fengizt. Samkvæmt bráðabirgðaskýrslum voru á árinu fluttar út 484 (506) þús. saltaðar gærur, að verðmæti 4 397 (4 187) þús. kr. Til Bandaríkjanna fóru 412 þús. gærur, fyrir 3 289 þús. kr., til Danmerkur 72 þús. stk., fyrir 1100 þús. kr., og til Svíþjóðar 0,5 þús. stk., fyrir 8 þús. kr. — Á síðasta ári voru fluttar út sútaðar sauðargærur fyrir 815 (355) þús. kr., þar af 530 þús. kr. til Danmerkur og 280 þús kr. til Bandaríkjanna. — Framleiðsla ársins 1944 af hreinsuðum görnum var á árinu sem leið seld til Danmerkur á lítið eitt lægra verði en fékkst fyrir framleiðslu ársins á undan, sem var seld til Bret- lands. Fluttar voru út á árinu 244 (360) þús. hreinsaðar garnir, að verðmæti 614 (581) þús. kr., og fór allt magnið til Danmerkur. Enn fremur voru flutt út 9,3 (0) tonn af söltuðum görnum, fyrir 36 þús. kr- Loðdýractofninn gekk enn nokkuð saman á árinu sem leið og loðdýrabúum fækkaði lítils háttar. Framan af árinu var enn töluverður markaður fyrir grávöru innlands, en hann fór þverrandi eftir því sem setuliðinu fækkaði. í árslokin var mest af refaskinnaframleiðslunni óselt, en því nær öll minkaskinnin voru þá seld. Á árinu voru flutt út 1 752 (1 447) refaskinn. fyrir 411 (360) þús. kr., og 9.253 (1.753) minkaskinn, fyrir 1.149 ( 169) þús kr. Svíþjóð tók við langmestu af refaskinnunum, eða 382 þús. kr. af útflutningsverðmæti þeirra. Út- flutningur minkaskinnanna var aðallega til þess- ara landa: Danmerkur 469 (0) þús. kr., Bretlands 419 (49) þús. kr. og írlands 255 (42) þús. kr. Verðmæti annars útflutnings á landbúnaðarvör- um en talinn hefir verið nam 1 362 (1 259) þús. kr. Þar af var ýmislegt kjötmeti, annað en fryst kindakjöt og saltkjöt, 86 (166) þús._ kr., húðir og skinn af húsdýrum 684 (939) þús. kr., selskinn 466 (0) þús. kr., æðardúnn 77 (0) þús. kr. og ís- varinn lax og silungur 49 (0) þús. kr. Heildarút- flutningur landbúnaðarafurða á árinu nam 11 678 (16 464) þús. kr. Mjólkurbúin 7 (7) tóku á móti 23 363 (22 168) þús. lítrum af mjólk á árinu, og komu 17 439 (17 054) þús. lítrar af því mjólkurmagni á verðlagssvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Mjólkurverðið var eins og áður greitt niður með framlagi úr ríkis- sjóði. Frá ársbyrjun og til miðs september var framlag ríkissjóðs miðað við það, að mjólkurbúin gætu greitt bændum kr. 1,23 fyrir mjólkurlítrann við stöðvarvegg, en hámark niðurgreiðslunnar var þó 25 aurar á lítra. Útsöluverð á mjólk var þennan tíma hið sama og árið áður, kr. 1,45 fyrir lítrann í lausu máli, og var það 25 aurum lægra en það útsöluverð, sem sett var af Mjólkurverðlagsnefnd. Um miðjan september ákvað Verðlagsnefnd land- búnaðarafurða, að útsöluverð mjólkur skyldi vera kr. 1,82 lítrinn, og var það miðað við það, að bændur fengju kr. 1,35 fyrir lítrann. Síðari helm- ing septembermánaðar var mjólkurverðið ekki greitt niður og hækkaði þá útsöluverðið úr kr. 1,45 í kr. 1,82. Frá 1. október hófust niðurgreiðslur að nýju og voru þær 22 aurar á hvern seldan mjólkur- lítra frá mjólkurbúunum, þannig að útsöluverðið varð kr. 1,60. Framlag ríkissjóðs til mjólkurbúanna vegna þessara ráðstafana nam samtals 3 704 (3 843) þús. kr., en vera má, að sú tala hækki eitt- hvað lítils háttar. Til viðbótar þeim upphæðum, sem ríkissjóður greiddi mjólkurbúunum 1944, hafa 5 smjörsamlög fengið 47 þús. kr. úr ríkissjóði til niðurgreiðslu smjörverðs á því ári. — Smjörverðið hélzt óbreytt til 15. september, kr. 20,25 kílóið í heildsölu og kr. 21,50 í smásölu, en síðan hækkaði það í kr. 26,50 og kr. 28,00 og hélzt svo til árs- loka. Verð annarra mjólkurafurða hækkaði um leið og hélzt það líka óbreytt til ársloka. Mjólkur- samsalan í Reykjavík annaðist dreifingu á er- lendu smjöri, sem flutt var inn til að bæta úr smjörskortinum, og nam sala hennar á því 276,5 (140,8) tonnum. Smjörið var frá Bandaríkjunum og Danmörku. Útsöluverð erlenda smjörsins var kr. 14,30 kílóið. — Meðalverð til bænda á félags- svæði mjólkurstöðvarinnar í Reykjavík, utan bæj- arlandsins var tæplega 133,7 (125,8) aurar fyrir lítrann. Útborgunarverð til bænda á félagssvæði mjólkurbúsins í Borgarnesi var 119,2 (114,9) aur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.