Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 14

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 14
344 FREYR gengi afurðir vorar og afrek hafa átt að fagna á erlendum vettvangi, undanfarin ár, eða nánar tiltekið styrjaldarárin. Það hefir rekið smiðshöggið á fjárhagsgengi vort, En það sorglega virðist vera að ske, að þetta fjármagn sé svo laust í höndum vorum, og það verði runnið út í sandinn áður en vér vitum af. Má vel ætla, ef svo heldur sem nú horfir, að það verði horfið að mjög verulegu leyti, löngu áður en því marki er náð, sem vér hugðumst ná með aðstoð þess. En til þess liggja að ýmsu gildari rök að svo hljóti að fara, en ætla má í fljótu bragði, og skal hér bent á nokkur. í fyrsta lagi er drjúgur hluti þess fjár- magns er íslendingum hefir áskotnast á síðari árum blóðpeningar samtíðar vorrar. Munu þeir enda verða drýgri hluti, en fljótt á litið virðist mega ætla. Nú er það svo, að slíkum peningum mun sjaldan fylgja heill, enda heldur ótrúlegt, að íslendingar verði undantekning í því efni. í öðru lagi mun oftast fara svo, að skjótfenginn auður verður laus við hend- ur þess er hreppir. Þarf til þess meiri þroska, en almenningur á yfir að ráða, að meta að fullu gildi þeirra fjármuna, sem litlu þarf fyrir að fórna. í þriðja lagi er drjúgur hluti þess fjár- magns, er þjóðin veltir nú milli handa sér, kominn þangað fyrir ofmat á afrekum hennar. M. ö. o. vinna hennar er metin hærra verði, en nokkur framleiðsla þolir að bera. Meira að segja fiskveiðar vorar, sem hvorttveggja hafa til að byggja á af- komu sína: Rányrkt fiskimið, yfirburða auðug, ásamt hinni fullkomnustu tækni nútímans til þeirrar rányrkju og á hinu leitinu hungraðar grannþjóðir, sem hung- urs vegna hafa neyðst til að kaupa sjávar- afurðir vorar yfir-verði, — jafnvel þessi einstæða atvinna sýnist berjast í bökkum með að greiða þeim er hana stunda, kaup, er svari kröfum samtíðar vorrar. Mun þessi bogi þegar spenntur sVo hátt, að skammt mun unz fyrir odd er dregið, — ef hann þá brestur ekki. í fjórða lagi vex andúð gegn líkamlegu erfiði hröðum skrefum. Á það að vissu marki sinn rétt á sér. Véltækni samtíðar- innar kemur hér til sögu, og verður ekki um það deilt, að hún gerir flest störf mun auðleystari en áður var. Hún á því, ef annað hnígur á sömu sveif, að vera stoð sem rennur undir gengi og menningu þjóðarinnar, en ekki afl sem rekur þær stoðir undan henni. En þjóðin hefir í mjög stórum stíl glatað vinnugleðinni. Hefir þar glatast ein dýrasta perla okkar mannanna barna, og verður hún naum- ast verði keypt. Og loks í fimmta lagi virðist þjóðin í heild hafa misst trúna á gildi miða vorra og moldar, — á gildi þess lífs, sem fólgið er í gróðrarmætti þeirra. Þetta trúleysi blasir víðar við augum en í flóttanum frá mold og miðum. Hún blasir ekki síður við í rányrkju þjóðarinnar til lands og sjávar hvenær sem einn eða annar telur sér af því stundarhag. Vér nútímamenn erum oft illa minnugir hinna stóru orða vorra um þröngsýni, ágengni, vanþekkingu og enda varmennsku forfeðra vorra, í garð skóg- anna og annarra viltra nytja, þegar vér þó göngum jafn öruggum skrefum til hlið- stæðra glapráða, og þó með það umfram þá, að tækni samtíðar vorrar fær oss nú fjöld ráða í hendur til aukinna afreka við þau hermdarverk. En einmitt þetta síðasta, — trúleysið á gildi gróðrarmátt- arins mun allra þyngst á metum. Því van- mat og vanskilningur á þætti okkar, í þeirri fjölþættu heild sem við lifum og störfum í, er einmitt fylgifiskur menning-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.