Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 21

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 21
FRE YR 351 í Austur-Botnum vinni 15 stundir í sólar- hring að meðaltali allt árið. í sambandi við þetta er vakin sú spurn- ing, hvort konurnar hafi ekki lagt meira að sér á stríðsárunum en á venjulegum tímum. Þess er þá getið um leið, að eiginlega hafi þær haft sömu hlutverk að inna af hendi eins og endranær, því að þegar bónd- inn er heima er hann oftast að verki í skógunum en konan stundar búið. Innanhússtörfin eru auðvitað þau sömu hvort sem stríð eða friður ríkir og þau eru alltaf innan verkahrings húsmóðurinnar. Hið sama er að segja með hirðingu bú- peningsins. Eins og að framan greinir þurfti 8 stundir til innanhússtarfa að með- altali, en all víða, og að minnsta kosti þar sem barnahóp þarf að fæða, klæða og hlynna að, krefja þau mikið lengri tíma en þetta. Sums staðar þurfti 16 stundir til þess að ljúka þeim. Annars staðar voru þau vanrækt mjög af því, að húsmóðirin varð að sinna þeirri ófrávíkjanlegu kröfu, sem til hennar var gerð við bústörf á akri og í sáðreit að sumrinu, til þess að bjarga forða handa fjölskyldunni til vetrarins, en eng- um var annars á að skipa. Áframhaldandi rannsóknir í þessum efn- um verða gerðar á sömu svæðum og á nokkuð breiðari grundvelli, því að stofn- aður er nú kennarastóll í heimilis-hag- fræðum við búnaðardeild Háskólans í Helsinki, og á vegum þeirra stofnunar munu þessi atriði verða brotin frekar til mergjar. Þetta er talið nauðsynlegt og sjálfsagt til þess meðal annars, að fá það staðfest, hve mikinn þátt smábýlin eiga í uppbygginu þjóðfélagsins, en smábýlin eru megin þess búskapar, sem rekinn er á nefndum slóðum. ★ í sambandi við ofangreindar rannsóknir og niðurstöður þeirra, er það eitt og ann- að, sem hlýtur að vekja okkur til hugleið- inga og skapar ástæðu til að spyrja: Hvernig mun þessum hlutum varið hér á landi? Um þetta efni mun í fyrsta lagi það sama að segja um smábýlabúskap okkar, eins og annarra, að þáttur hans í upp- byggingu þjóðfélagsins verður ekki metinn eftir þeim verðmætum einum, er hann sendir á markað, sem vörur af einu eða öðru tagi. Því er annars svo varið, að ýms- um hættir til þess að leggja hann í voga- skálina og meta samanborið við einhverja aðra atvinnugrein, sem skilar miklu magni markaðshæfra verðmæta. Ef gildi hans lægi í markaðsvörufram- leiðslu og öðru ekki, þyrfti hvorki kennara- stól eða nánari rannsóknir til þess að slá nokkru föstu frekar. Nei! Sannleikurinn er, að þau verðmæti, sem hvert heimili skapar, og sendir frá sér sem fullvaxna, starfshæfa þjóðfélags- þegna — sem vaska drengi og væna kven- kosti — eru þau dýrustu verðmæti, sem hægt er að skapa, en það er sá þáttur, sem húsmæður smábýlanna — mæðurnar —- spinna og vinna í þágu þjóðfélagsins. Sá þáttur hefir hingað til reynzt ómet- anlegur. Hvort einhvern tíma tekst að meta hann að verðleikum skal ekki fullyrt hér, en hitt er augljóst mál, að vinnudag- ur, sem telur 15 stundir í hverjum sólar- hring, hlýtur að vera nokkurs virði ef metinn væri á sama hátt og það afl mannshanda, sem stýrir vélum eða verk- færum við iðnað og iðju. Eða mun það þýðingarminna hlutverk í þágu þjóðfélagsins, að hlúa að nýrri kyn- slóð en að skrifa á ritvél, brjóta blöð í bók, sauma flík, pakka fisk í umbúðir, framreiða kaffi á knæpum eða inna af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.