Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 30

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 30
PRÉYR 36Ó Ummæli merks manns „Það er þekking og atorka bændanna, sem mestu ræður um athafnir og framfar- ir landbúnaðarins.“ Þessi ummæli eru höfð eftir bændahöfðingjanum Madsen-Mygdal, sem um eitt skeið var forsætisráðherra t Dana, en rak annars búskap samtímis og hann rækti fjölda ábyrgðarstarfa allt frá því hann lauk námi við Landbúnaðarhá- skólann 1902, til dánardægurs árið 1943. Eftirfarandi línur frá hans hendi sýna ennfremur álit þessa mikilhæfa manns um þýðingu nefndra atriða fyrir velferð bún- aðarins: Það er alþekkt, að landbúnaðurinn frem- nokkur efni eru til þess að búa dótturina svo vel úr garði. ★ Og svo er það veizlan. Um 6-leytið hefst borðhaldið og þá er nú ekki sparað. Slíkt er ekki sæmandi vel virtum bónda að skera við neglur sér þegar heimasætan giftist. Enginn þarf að efast um, að fyrst er framreidd súpa með eggjabollum og smá kjötbollum með fjölbreyttu grænmeti. Næstir í röðinni koma kjöt og fiskréttir. Að um kjötmeti er að ræða er enginn vafi en það getur verið andasteik, hænsna- steik eða flesk. Þar næst kemur ábætirinn, ávextir eða ís, stundum hvorutveggja, eða þá eitthvað annað, og svo kaffi með kökum og helst með kransa-köku, því að það er einkenni virðulegrar veizlu er hún er á borðum. Kvöldið líður með borðhaldi. Undir borð- um eru margar ræður haldnar og lesin í heyranda hljóði öll þau heillaóskaskeyti, sem borizt hafa. Og svo, áður en gestirnir fara eða ganga til hvílu, er framreitt kaffi með fjölda tegunda af kökum og ýmsu öðru góðgæti. Ennþá viðhalda margir þeirri venju frá tímum hjátrúarinnar að rífa slæðu brúð- innar í sundur og sáldra heilmiklu af hrísgrjónum yfir brúðhjónin, sem tákn frjósemi. Sjálfur brúðkaupsdagurinn er liðinn, en með honum er ekki lokið þeim veizluhöld- um, sem stofnun hjónabandsins hefir gefið tilefni til. Næsta dag er þeim boðið til át- veizlu, sem á einn eða annan hátt aðstoð- uðu við veizluhöldin og skreytingu veizlu- sals og kirkju. Þegar brúðargjafirnar voru losaðar úr reifum á brúðkaupsdaginn kom það í ljós, að á meðal þeirra voru margar frá fólki, sem ekki hafði verið boðið til veizlunnar. Enginn skyldi láta þá hneisu henda, að setja nokkurn þann hjá, sem sendi brúð- hjónunum kveðju sína ásamt lítilli eða stórri gjöf á heiðursdegi þeirra. Þess vegna þarf að efna til gestaboða á ný og það skal gert á meðan veizlusniðið er á öllum hlutum og áður en blómin visna og blöðin gulna. Þess vegna er þriðja- dags veizlan alveg viss og búast má við einhverjum eftirhreytum næstu daga. En brúðkaupinu er ekki lokið né ann- ríkinu, sem er fylgifiskur þess, fyrr en brúðhjónin hafa sent síðustu kveðjurnar — þakkarkortið — til allra þeirra, sem gáfu gjafir, sendu bréf, skeyti eða aðrar kveðjur. Þegar það er gert byrja hveitibrauðsdag- arnir fyrir alvöru. Thora Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.