Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 28

Freyr - 01.12.1946, Blaðsíða 28
S58 FRÉÝR, ennfremur að knipla, og þegar hún er sér- staklega dugleg við þessa handavinnu þá kemur hún heim aftur, eftir þriggja eða fimm mánaða dvöl í skólunum, með heil- mikið af fullgerðum munum, ★ Þáð er þó ekki fyrr en bóndádóttirin er orðin trúlofuð, að reglulegt skrið kemst á undirbúningur fyrir brúðkaupið, en þá saumar hún og saumar. Engin stund fer til ónýtis. Allt það sem henni getur dott- ið í hug, að þörf muni verða fyrir á því heimili, sem hún sjálf ætlar að stofna og stýra, og getur sjálf búið í haginn löngu fyrirfram, það undirbýr hún, og til þess hrökkva frístundirnar ekki. Það er talinn sjálfsagður hlutur, að heimasætan fari að heiman til þess að sjá og læra hjá öðrum um tíma, jafnvel þó að hún sé alin upp á fyrirmyndar heimili og að það geti ekki án hennar verið, svo að taka þarf aðra hjálp í húsið á meðan hún er að kynnast annarra siðum, venjum og störfum. En síðasta hálfa árið áður en brúðkaupið á að fara fram, er hún heima til þess að undirbúa það, og helgar því hlutverki þá krafta sína að mestu. Það sem hún afgreiðir af fullgerðum munum á þessum tíma gæti orðið langt mál að telja. Koddaver, sængurver, lök, dúkar, pentudúkar, ljósadúkar, veggteppi og margt og margt fleira. Hún kaupir og henni er gefið hitt og þetta. Handklæði, eldhúsþurrkur og ýmis- legt annað er sótt í kaupstaðinn, oftast svo tylftum skiptir, því að það telst ekki sæmandi heiðarlegri og virðulegri bónda- dóttur að giftast, ef hún á ekki að minnsta kosti 12 af hverjum ofangreindra hluta. Á sængurfatnaðinn, handklæðin og ann- an fatnað, saumar hún fangamark sitt með kostgæfni og ver miklum tíma til þess að búa til milliverk og annan út- saum, Þegar hún giftist öðlast hún ættar- nafn mannsins, en hún notar ekki upp- hafsstaf þess þegar hún merkir fatnað- inn, heldur upphafsstafi skírnarnafns og föðurnafns þess er hún hefir, því að eng- inn getur fyrirfram vitað hvort eitthvað kann að komast upp á milli hjónaefnanna svo að allt fari út um þúfur. Og þá er réttast að hafa sitt gamla fangamark á fatnaðinum. En það er ekki bara sængurfatnaður, dúkar, og þess háttar, sem sinna þarf. Einnig spjarir til eigin þarfa, bæði nær- fatnaður og yfirfatnaður, eru saumaðar af kappi og í svo ríkum mæli, að ekki þurfi að bæta við fyrsta árið eftir giftinguna. ★ Giftingarathöfnin framkvæmist í kirkj- unni og ekki getur komið til mála að hún fari annars staðar fram. Brúðin skart- ar í dragsíðum hvítum kjól með slóða og slæðu og um höfuðið ber hún sveig af Brúðarlaufi. Fyrir brúðkaupið er efnt til gestaboðs því að margmenni skal stefnt saman til veizlu. Fyrst og fremst er ættmennum brúðhjónanna boðið. Þar næst koma vinir og kunningjar og svo grannar, að ógleymd- um presthjónunum og meðhjálparahjón- unum, sem eru sjálfsagðir gestir við hverja brúðkaupsveizlu í sókninni. Það vekur enga sérstaka eftirtekt þó að gestirnir séu á annað hundrað, sem boðið er til veizl- unnar á sjálfan brúðkaupsdaginn. Dagana fyrir brúðkaupið er unnið af kappi að því að snyrta hlöðuna, setja þar upp borð og bekki og annað sem með þarf, til þess að borðhaldið geti farið fram þar, ef tjald er ekki leigt til þessa, því að þótt húsakynni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.