Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1946, Síða 40

Freyr - 01.12.1946, Síða 40
370 FRE YR Svíþjóð meiri íhlutun um verðlag land- búnaðarvara, sem annars verðlags og vinnulauna, en íslenzka ríkisvaldið hér. Og það eymir að sjálfsögðu af því enn. Þrátt fyrir það færizt þar allt í frjálslynd- ara horf í þessum efnum. Því til sönnunar skal hér getið verðlagsákvörðunar þeirrar á landbúnaðarvörur er þar gildir nú. Hún er þannig tilkomin að á fyrrihluta síð'ast liðins vetrar kom upp megn óánægja með- al sænskra bænda, vegna hins lága land- búnaðarvöruverðs. Báru þeir fram almenn- ar og rökstuddar kröfur um bætta afkomu, og fylgdu þeim svo fast eftir, að þeir tóku að búa sig undir almenna sölustöðvun, þ. e. „framleiðsluverkfall“ ef kröfum þeirra væri í engu sinnt. Hvað gjörði nú ríkis- stjórnin þar? Hún hafði í höndunum lög- gjöf frá stríðsárunum, sem veitti henni úrskurðarvald í þessum efnum. Beitti hún þeim þannig að skipa þessum málum með einhliða valdi af sinni hálfu? Nei. Hún fór öðruvísi að. Hún gekk til samninga við fulltrúa frá bændasamtökunum. Félagsskapur sænskra bænda er mjög umfangsmikill og á margan hátt vel skipu- lagður. Sú veila er þó með honum, að heildarsamtökin eru tvenn án skipulegs sambands sín á milli, og starfa bæði að ýmsum sömu málunum. Þau hurfu því að því ráði að sam- eina kraftana og tilnefndu sína sex fulltrúana hvort, er síðan gengu saman til samninga við fulltrúa frá ríkisstjórn- inni. Samningum þessum lauk síðan með fullkomnu samkomulagi af beggja hálfu, um grundvöll, er landbúnaðarvöruverðið skuli byggjast á fyrst um sinn. Það er sannarlega vert fyrir okkur að veita því athygli, að sú lausn er Sví- arnir hér gripu til í verðlagsmálum land- búnaðarvaranna hjá sér, er í eðli sínu al- veg hin sama og við íslendingar gripum til á stríðsárunum með skipun „sexmanna- nefndarinnar“ ■— þó að sjálft fulltrúavalið væri með nokkuð öðru sniði. Og það sem þó er ennþá eftirtektaverðara, er hitt, að Svíar virðast ganga útfrá sömu forsend- um í ákvörðun landbúnaðarvöruverðsins, og gjört var hér með löggjöfinni um sex- mannanefndina. Þetta kemur greinilega fram í álitsgerð nefndar, er skipuð var í Svíþjóð árið 1943 til að athuga landbúnaðarmálin og land- búnaðarframleiðsluna frá hinni þjóðhag- fræðilegu hlið, og að gjöra tillögur um framtíðarstefnu í þeim málum. Nefnd þessi var skipuð mörgum sérfróð- um mönnum um atvinnu- og þjóðhagsmál, og skilaði hún ýtarlegu nefndaráliti að loknu starfi. Nokkur aðalatriði í niðurstöðum nefnd- arinnar eru sem hér segir: 1. Svíar geta ekki vænst þess að land- búnaður þeirra geti verið samkeppnisfær við þau lönd álfunnar sem bezt hafa skil- yrði til framleiðslu landbúnaðarvara og því ekki þess að vænta, að hann þoli það verð- lag er þau skapa á alþjóðamarkaði. 2. Þrátt fyrir það er sænsku þjóðinni það lífsnauðsyn, að svo mikið sé framleitt af landbúnaðarvörum í Svíþjóð, að þjóðin geti verið sjálfri sér nóg í þeim efnum eftir því sem unnt er. 3. Til þess að svo megi verða er nauð- synlegt að þjóðfélagið tryggi sænskum landbúnaðarmönnum það verð fyrir fram- leiðslu sína, er veiti þeim sambærilega af- komu við aðrar stéttir þjóðfélagsins. (Sjá: Princip betankande frán 1942 árs jord- brukskommission). Til þess svo að afla þekkingar um hvaða verðlag sé nauðsyn- legt á hverjum tíma til að fullnægja þessu grundvallaratriði, er ætlast til að komið sé á og starfrækt fullnægjandi búreikn- ingakerfi.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.