Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1946, Page 18

Freyr - 01.12.1946, Page 18
348 FRE YR aöurinn getur framleitt, beri að skapa innanlands. Að öðru leyti er það hlutverk sambands- ins að gæta hagsmuna einstaklinga og fé- laga þeirra, sem hafa verkefni landbúnað- arins með höndum. Starfsleiðir þær, sem farnar eru til þess að ná hinum ýmsu markmiðum, eru að sjálfsögðu breytilegar eftir því hvaða verkefni eru til meðferðar, og á nokkrar skal drepa hér. í fyrsta lagi er það verzlunin með bú- vörur, sem bændurnir hafa af mörkum að láta, og kaup þau sem gera þarf vegna heimilis og búrekstrar. Þessi viðskipti eru falin verzlunarsam- tökum bændanna í þeim mæli sem ástæð- ur leyfa. Verðlag búvaranna er dagskrármál á hverjum tíma, en á vegum bændanna er R. L. F., ásamt verzlunarfyrirtækjum bænd- anna, samningsaðili þegar ákveða skal markaðsverð. Þegar svo ber undir, að ekki næst samkomulag um verð búvar- anna, getur R. L. F. tekið til sinna ráða á öðrum grundvelli. Miðstjórn Landssambandsins skal á hverjum tíma, eftir fremsta megni, styðja hvers konar félagsstarfsemi landbúnað- arins. Bezti árangur þessa hlutverks hefir fengizt með samstarfi R. L. F. í sambandi við framleiðslufélögin. Ennfremur styður R. L. F. ungmennafélög og ungmenna- sambönd sveitanna, upplýsingastarfsemi þeirra og athafnir á sviði búverka-sam- keppni. Ennfremur leitast það við að efla tækni og hagkvæmar starfsaðferðir við landbúnaðarframkvæmdir. Þá má og geta þess, að Landssambandið styður ýmsar félagsframkvæmdir, og brýn- ir fyrir meðlimum sínum að varðveita menningararf sveitanna og að prýða heim- ilin og landið. Og svo hefir það sitt eigið málgagn — stórt blað. í stuttu máli sagt. Verkefnin eru mörg og alls staðar er unnið á grundvelli samn- inga, en bresti grundvöllur þeirra, þá er hlut bændanna, sveitanna og stéttarinn- ar, haldið til streitu með baráttu fyrir mál- staðnum. ★ Því verður ekki neitað, að fyrstu starfs- árin hlutu félagssamtök þessi nokkurn mótvind innan stéttarinnar. Félagsskap- urinn var og er stéttarfélag bændanna, en bændurnir höfðu ætíð litið allan stéttar- félagsskap hornauga. Jafnvel þó að á- kvæðin um stéttarbaráttu væru óákveðin í upphafi þá voru þeir margir, sem hnutu um þau af ótta við, að félagsákvæðin gripu fram fyrir hendur einstaklingsframtaks- ins. Innan bændastéttarinnar voru þá líka rammar togstreitur um hagnýtingu mark- aða. Þeir sem bjuggu næst bæjunum vildu sitja einir að markaði og ekki styðja þann málsstað, sem mælti með því að greiða markaðsleiðir hinna, er bjuggu í strjál- býlinu, fjarri bæjum og borgum og þörfn- uðuzt þess að léttur væri flutningskostn- aður á vörum þeirra. Smátt og smátt slípuðust agnúar og broddar og nánari samvinna tókzt. Árið 1930 voru meðlimir í R. L. F. 20 þúsundir, en 1945 voru þeir 175 þúsundir. Með hverju ári sem líður eru þeir fleiri og fleiri inn- an bændastéttarinnar sem viðurkenna, að þessi félagsskapur — þetta stéttarsamband bændanna — er ómissandi aðili í uppbygg- ingu þjóðfélagsins. Án hans væri enginn sá, er héldi á hlut bændastéttarinnar og túlkaði málstað hennar, en slíkt er nauð- synlegt á sama hátt og í svipuðum mæli og aðrar stéttir gera. Skapast þá jafn-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.