Freyr

Årgang

Freyr - 01.12.1946, Side 13

Freyr - 01.12.1946, Side 13
FRE YR 343 Þeir sœkja á miSin. um þessi síðustu ár. Er þetta jafn víst, þó draumar standi til enn stærri skerfa á þessu sviði, en þegar hafa stigin verið. Nú er það svo, að vér íslendingar höf- um staðið svo utan við hin stærri átök, að telja má, að við höfum sloppið flest- um grannþjóðum okkar betur. Vér guld- um þó hið mesta afhroð í mannláti — og er það harmsefni allra góðra manna. — • Á hinu leitinu blasir það við, að vér höfum borið meiri fjármuni úr býtum, úr þessum skiptum, en sennilega nokkur önn- ur þjóð í veröldinni. Þó vér teljum þjóð- arauð vorn nú í fölskum tölum, og verðum því að slá drjúgum af upphæðum þeim, sem þar eru taldar, haggar það ekki þeirri staðreynd að vér höfum, fjárhagslega séð, hagnast gífurlega á styrjöldinni. En hætt er við, að sá hagur hafi verið dýru verði keyptur. Sannanlega létum vér mjög fyrir hann í öndverðu, svo sem áður á bent. Og ókomið mun þó að öðrum skuldadög- um þessara mála. Virðast þó öll veður- merki benda til, að þeir séu skammt undan. Algengt er að heyra því haldið fram og þá undan því kvartað, — að fólkið flýi sveitirnar. Eru þær raddir ekki að rauna- lausu á lofti. Og nú heyrast og háværar raddir um að fjöldinn sé einnig að flýja miðin. Séu þær raddir sannar, — og trauðla mun rétt að efa þær að öllu, — virðist horfa þunglega um þjóðmál vor. Gróðurmagn moldar íslands, og miða þess, eru þeir hornsteinar, sem þjóðlíf íslend- inga hlýtur að hvíla á. Hér hlýtur því að vakna spurningin: Hver er ástæðan til þessa? Torvelt mun að svara þessu svo tæm- andi sé í fám dráttum. Nokkur atriði virð- ast þó blasa við, og verður hér freistað að benda á þau. Á það var áður bent, að íslendingar hefðu hagnazt fjárhagslega á liðnum ár- um. Tvennt er það, sem hefir orðið höfuð aflgjafar í þessu efni. Hið fyrra er góðæri. Um það verður ekki deilt, að síðastliðin ár hefir ært vel til lands og sjávar, þó nokkur munur sé að sjálfsögðu á því, frá ári til árs. Hitt verður þó, — a. m. k. að ytri sýn, — drýgra í skiptum, hve ágætu

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.