Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1946, Page 36

Freyr - 01.12.1946, Page 36
366 FREYR vera baráttuaðili fyrir hönd bændastétt- arinnar um þau mál, sem varða bein hagsmunamál stéttarinnar og þó einkum um eftirtalin atriði: a) Að vera fulltrúi og framkvæmdar- aðili bændastéttarinnar um verðlág og Verðskráningu landbúnaðarvará, gagnvart Alþingi og ríkisstjórn og öðrum aðilum, sem um þau mál kunna að fjalla. b) Koma fram fyrir hönd bænda við samninga um kaup og kjör verkafólks til landbúnaðarstarfa, s. s. Ráðningarskrif- stofu landbúnaðarins og annars staðar, eftir því sem þörf krefur. c) Vera málssvari og samningsaðili bænda gagnvart öðrum stéttarfélögum og stofnunum og gæta í hvívetna hagsmuna þeirra. d) Hafa forystu um, að bændur beiti samtakamætti sínum, til að fá framgengt sameiginlegum kröfum þeirra í verðlags- og viðskiptamálum eftir því sem ástæður eru til á hverjum tíma. 3. gr. Hvert hreppabúnaðarfélag kýs tvo kjör- menn á sameiginlegan fulltrúafund í hverju búnaðarsambandi. Þar sem fleiri sýslufélög eru í sama búnaðarsambandi er stjórn sambandsins þó heimilt að láta hvert sýslufélag fyrir sig halda fulltrúa- fund. 4. gr. Stjórnir búnaðarsambandanna boða til þessara funda, samkvæmt 3. gr. Á fund- um þessum skulu kosnir tveir fulltrúar fyrir hvert sýslufélag til þess að mæta á aðalfundi Stéttarsambands bænda. Kosn- ing gildir til tveggja ára. Skulu fara fram hlutfallskosningar ef þriðjungur kjör- manna óskar þess. Búnaðarfélög kaup- staða hafa rétt til þess að senda fulltrúa á fund í aðliggjandi sýslu. Þó skal Búnað- arfélagi Vestmannaeyja heimilt að kjósa einn fulltrúa á aðalfund Stéttarsam- bandsins. 5. gr. Á kjörmannafundum skal, auk kosninga á aðalfund Stéttarsambandsins, ræða verð- lagsmál landbúnaðarvara og önnur hags- munamál bændastéttarinnar og gera á- lyktanir um þau mál, eftir því sem efni standa til. 6. gr. Stéttarsamband bænda skal halda aðal- fund í júní til nóvember ár hvert og auka- fundi þegar framkvæmdastjóri telur þurfa, eða þegar % hlutar Stéttarsambandsfull- trúa óska þess. 7. gr. Um kosningarétt og kjörgengi innan Stéttarsambands bænda gilda sömu ákvæði og um kosningu fulltrúa til Búnaðarþings. 8. gr. Aðalfundur Stéttarsambands bænda kýs 5 menn í framkvæmdastjórn til tveggja ára. Kjörgengir í framkvæmdastj órn eru aðeins þeir menn, sem stunda landbúnað eða gegna mikilvægum trúnaðarstörfum í þágu bændastéttarinnar að dómi aðal- fundar Stéttarsambandsins. Framkvæmda- stjórnin kýs sér sjálf formann. Aðalfundur er lögmætur ef % hlutar kjörinna fulltrúa mæta á fundinum. 9. gr. Framkvæmdastjórn fer með mál Stétt- arsambandsins milli aðalfunda. Eru á- kvarðanir hennar bindandi fyrir bænda- stétt landsins í þeim málum, er um getur í 2. gr. Framkvæmdastjórnin getur ráðið framkvæmdastjóra og ennfremur kvatt sér til aðstoðar fulltrúa frá framleiðslufélög- um bænda. Um einstök atriði fram-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.