Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2005, Page 11
DV Fréttir LAUGARDAGUR 30. APRÍL 2005 11 Líkfundurvið Sæbraut Lögeglan hefur útilokað að eitthvað glæpsamlegt tengist líkfimdinum við Sæbraut á þriðjudaginn. Að sögn lögreglu telst máiið upplýst. Um er að ræða karlmann um fimmtugt sem skildi eftir skilaboð og tók sitt eigið líf. Lögreglan er með allar ferðir manns- ins fyrr um kvöldið kort- lagðar. Fjöldi fólks safnað- ist við fundarstaðinn sem var við Sólfarið, sem stend- ur við Sæbrautina, á þriðju- dagskvöld. Fái stein til minningar Guðrún Jónsdóttir og Sigurjón Jóhannsson hafa farið fram á það við bæjaryfirvöid í Borgar- byggð að Vestur-íslend- ingar sem væntanlegir eru þangað í sumar fái gjöf til minja um heim- sólcnina. Gestimir eru ættaðir úr Borgarflrði. „Farið er fram á að fólkið fái afhenta gjöf t.d. áletraðan stöpul eða stein á fallegan áningar- stað í nágrenni Brákar- sunds, til minningar um brottflutning fólks úr Borgarfirði til Vestur- heims," sögðu Guðrún og Sigurjón, sem fengu jákvæðar viðtökur í bæj- arráði. Veikindi í heima- þjónustu Lfldegt er að langtíma- veikindi starfsmanna í heimaþjónustu Reykjanesbæjar setji strik í nú- verandi fjár- hagsáætíun vegna heima- þjónustunnar. Félagsmálastjóri Reykjanes- bæjar vakti athygli fjöl- skyldu- og félagsmálaráðs bæjarins á þessu vandamáli á síðasta fundi ráðsins. Enn hefur ekki verið fundin lausn en gera á málinu nán- ari skil við endurskoðun fjárhagsáætlunar bæjarins. Borgarstjóri þrífur Nú sem fyrr hvetja borg- aryfirvöld í Reykjavflc alla borgarbúa til að hreinsa lóðir sínar í sameiginlegu árlegu átaki við að hreinsa og fegra borgina. Starfs- menn Framkvæmdasviðs verða á ferðinni á tímabil- inu 29. aprfl-7. maí og fjar- lægja garðaúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðarmörk. öllum fyrir- spurnum vegna vorhreins- unar er svarað í símaveri Reykjavíkurborgar í síma 411 1111. Systir Kalla Bjarna fór í meðferð Gafst upp eftir tvo daga á Vogi „Ég hef ekkert heyrt frá henni frá því ég fór út,“ segir Sveinbjörg Karlsdóttir, móðir Kalla Bjama Idol- stjörnu. Dóttir Sveinbjargar, Fjóla, er langt leidd af fikniefnaneyslu auk þess sem hún gh'mir við geðsjúk- dóm. Sveinbjörg hefur dvahð hjá annarri dóttur sinni í Noregi í tæp- an mánuð en kemur heim í kring- um 20. maí. „Það eina sem ég hef heyrt af Fjólu er að hún fór víst á Vog en kom þaðan út eftir tvo daga. Hún getur bara ekki verið í meðferð núna, hana vantar alla burði í það, þar með talið viljann," segir Svein- Sveinbjörg með mynd afFjólu Mamman ætlar loks- ins aö fara aö hugsa sjálfa sig. björg sem telur sig eiga von á að Fjóla hafi samband um mánaða- mót; viti að þá eigi mamma hennar peninga. Sveinbjörg er bæði húsnæðis- og atvinnulaus en ætlar að taka sig á þegar hún kemur frá Noregi. „Ég bara verð að fara að hugsa um sjálfa mig, fá mér vinnu og húsnæði. Líf mitt hefur snúist um þetta undan- farið, að koma Fjólu í meðferð og gera allt til að koma hennar lífi í góðan farveg en ég hef bara gefist upp. Það er kom- ið að því að ég hugsi um hvað ég ætla að gera við mitt h'f," segir hún. Ánægja með leikskóla Almenn ánægja er meðal for- eldra í Vogum á Vatnsleysuströnd með leikskóla sveitarfélags- ins. Könnun meðal for- eldra leik- skólabama leiddi meðal annars í ljós að 98 prósent foreldra telja við- mót starfsfólks leikskólanna vera já- kvætt og 94 prósent foreldra telja börnin vera ánægð í leikskólanum. Þegar niðurstöðurnar voru kynntar á fundi hjá fræðsluráði hreppsins kom einnig fram að þegar hefur verið brugðist við athugasemdum foreldra og fleiri ávöxtum bætt á matseðil barnanna. laugardag Gralarvogur ví nú verður dansað! KLUBBURINN StciölioU-'RVK VIÐ GULLINBRU NÁNARI UPPLÝSINGAR Á www.klubburinn.is og í síma 567-3100 KLÚ88UPJNN Jk+l |rf►1 i , _ ■■Æjjl&fa, I .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.